Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 09:09 Vísir/GVA Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira