Oddviti Íbúahreyfingarinnar: "Á betri stað en hjá Samfylkingu“ 9. maí 2014 11:29 Sigrún Pálsdóttir hættir í Samfylkingu. Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira