Flutningar með hvalkjöt: Ekkert gefið upp um hvort gripið verði til aðgerða Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 20:00 Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel. Máritíus Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel.
Máritíus Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira