Stærðin skiptir ekki máli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2014 22:15 Jón Axel Guðmundsson í baráttunni við Martin Hermannsson. Vísir/Stefán Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45
Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36
Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58