Skólamálin ofarlega á baugi í Mosó Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2014 15:40 Lágafellslaug fyrir miðri mynd í Mosfellsbæ. Vísir/GVA Sex framboð ætla að bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum, eða fjórflokkurinn, Íbúahreyfing Mosfellsbæjar og Mosfellslistinn. Á kjörskrá í kosningunum er 6.441 en fjölgun íbúa í Mosfellsbæ hefur verið mikil síðustu tíu ár. Í Mosfellsbæ bjuggu 9.075 íbúar þann 1. janúar síðastliðinn. Fjöldi íbúa hefur aukist jafnt og þétt síðasta áratuginn og er fjölgunin í Mosfellsbæ um 37 prósent á síðustu tíu árum. Fjölgun íbúa hefur verið stöðug undanfarið, eða um rúma 100 íbúa á ári á yfirstandandi kjörtímabili.Bæjarfulltrúum fjölgað í níu Á kjörskrá í komandi kosningum er 6.441 kjósandi. Sex framboð hafa gefið það út að þau ætli að bjóða fram krafta sína. Það er fjórflokkurinn svokallaði, Íbúahreyfing Mosfellsbæjar, sem náði inn manni í bæjarstjórn í síðustu kosningum, og Mosfellslistinn sem leiddur er af Valdimar Leó Friðrikssyni, fyrrverandi alþingismanni. Árið 2006 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn meirihluta. Sá meirihluti hélt velli í kosningunum 2010 og vel það. Sjálfstæðismenn fengu þar hreinan meirihluta og hefðu þar af leiðandi ekki þurft á hjálp VG að halda til að mynda starfhæfan meirihluta. Samt sem áður héldu þessir flokkar áfram samstarfi og eru því fimm bæjarfulltrúar í meirihluta á móti aðeins tveimur í minnihluta, fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar. Framsóknarflokkurinn kom ekki að manni í bæjarstjórn árið 2010. Á næsta kjörtímabili verður bæjarfulltrúum fjölgað í Mosfellsbæ um tvo, úr sjö í níu.Haraldur Sverrisson.Samstaða um stærstu málin Haraldur Sverrisson er núverandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Hann leiðir nú lista flokksins í annað skipti. Haraldur tók við stöðu bæjarstjóra árið 2007 af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem lét þá af embætti sökum þingsetu. Haraldur telur að starfið á kjörtímabilinu hafi gengið mjög vel í langflestum tilvikum og samstaða hafi verið um stærstu mál milli meirihluta og minnihluta. Samstarf við minnihluta hafi verið gott og hann leggi verk sjálfstæðismanna stoltur í dóm kjósenda. „Við höfum tekið í gagnið nýtt hjúkrunarheimili og nýtt þjónustuhús fyrir aldraða á kjörtímabilinu. Samkvæmt þjónustukönnun Capacent Gallup mælist ánægja með búsetu mest í Mosfellsbæ, af því erum við stolt.“ Karl Tómasson, oddviti VG á síðasta kjörtímabili, lætur nú af störfum eftir átta ára meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Hann er ánægður með árin átta og gengur sáttur frá borði. „Mér finnst mikilvægt að láta af störfum nú þegar allir eru glaðir og þetta gengur vel. VG í Mosfellsbæ var fyrsta félagið í sögu VG til að vera í meirihluta á landinu, af því er ég einnig mjög stoltur. Úrtölumenn höfðu miklar efasemdir til að byrja með yfir samstarfi VG við sjálfstæðismenn, en þetta er líklega meira spurning um fólk en flokka þegar kemur að stjórnun sveitarfélags.“Vantar upp á félagslegu hliðina Bjarki Bjarnason, sagnfræðingur og kennari, tekur við kefli oddvita. Spurður að því hvort vænta megi breytinga á áherslum VG með hann sem oddvita og hvort honum hugnist áfram samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum svaraði hann því til að flokkurinn gengi óbundinn til kosninga. Engin stór mál hefðu komið upp og ekki hefði slegið í brýnu milli flokkanna. Óðinn Pétur Vigfússon er nýr oddviti Framsóknarflokksins í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni í kosningunum 2010. Hann telur atvinnumál og fræðslumál verða ofan á sem helstu kosningamál í vor. „Það er svolítið einkennandi fyrir bæjarfélög sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir að það vantar aðeins upp á félagslegu hliðina,“ segir Óðinn Pétur. Fræðslumál bæjarfélagsins eru að mati Óðins Péturs í ólestri. „Það þarf að endurskoða þessa „skúrastefnu“ í skólamálum. Það eru allt of margar lausar kennslustofur á lóðum skólanna í bænum.“ Um atvinnumálin segir Óðinn Pétur að lítið sé að gerast í málaflokknum í sveitarfélaginu. „Það þarf að auka framkvæmdir einkafyrirtækja og ég vil skoða þann möguleika að létta undir með fyrirtækjum með einhvers konar ívilnunum og niðurfellingu opinberra gjalda. Mosfellsbær má ekki verða svefnbær.“ Anna Sigríður Guðnadóttir er nýr oddviti Samfylkingarinnar. Hún er sammála því sem kemur fram hjá oddvitum meirihlutaflokkanna að ekki hafi verið mikil átök. Þó hafi myndast núningur hvað varðar samráð við íbúa. „Aðalágreiningurinn varð nú undir lok kjörtímabilsins, um vandræði bæjarfélagsins í málefnum skólamannvirkja. Það verður stóra kosningamálið. Allt of mikið af lausum kennslueiningum og samráðið við foreldra er sýndarleikur. Foreldrum barna finnst ekki hlustað á sig.“Valdimar Leó Friðriksson.Vísir/ValliSkólamálin ofarlega á baugi Jón Jósef Bjarnason er núverandi oddviti Íbúahreyfingarinnar, sem fékk einn mann kjörinn í síðustu kosningum. Íbúahreyfingin leggur áherslu á gagnsæi og heilbrigt lýðræði. „Íbúahreyfingin hefur verið dugleg við að benda á lögbrot meirihlutans á kjörtímabilinu, til dæmis þegar bærinn skrifaði undir sjálfskuldarábyrgð einkaaðila í Helgafellsbyggingarmálinu svokallaða.“ Hann telur að skólamálin verði ofarlega á baugi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Um uppröðun á lista sagði hann Íbúahreyfinguna ekki vera búna að stilla upp lista. „Ég verð í einu af efstu sætum listans,“ sagði Jón Jósef. Valdimar Leó Friðriksson mun leiða nýjan lista, Mosfellslistann, í kosningunum í vor. Á meðal helstu stefnumála listans er að ráða ópólitískan bæjarstjóra. „Tryggja verður að hann sé framkvæmdastjóri allra bæjarbúa.“ Einnig segir Valdimar Leó: „Eitt af hlutverkum Mosfellsbæjar er að skapa atvinnutækifæri og hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Einnig er það gríðarlega mikilvægt fyrir bæinn okkar að ná niður umferðarhraða í gegnum Mosfellsbæ og Mosfellsdal.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Sex framboð ætla að bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum, eða fjórflokkurinn, Íbúahreyfing Mosfellsbæjar og Mosfellslistinn. Á kjörskrá í kosningunum er 6.441 en fjölgun íbúa í Mosfellsbæ hefur verið mikil síðustu tíu ár. Í Mosfellsbæ bjuggu 9.075 íbúar þann 1. janúar síðastliðinn. Fjöldi íbúa hefur aukist jafnt og þétt síðasta áratuginn og er fjölgunin í Mosfellsbæ um 37 prósent á síðustu tíu árum. Fjölgun íbúa hefur verið stöðug undanfarið, eða um rúma 100 íbúa á ári á yfirstandandi kjörtímabili.Bæjarfulltrúum fjölgað í níu Á kjörskrá í komandi kosningum er 6.441 kjósandi. Sex framboð hafa gefið það út að þau ætli að bjóða fram krafta sína. Það er fjórflokkurinn svokallaði, Íbúahreyfing Mosfellsbæjar, sem náði inn manni í bæjarstjórn í síðustu kosningum, og Mosfellslistinn sem leiddur er af Valdimar Leó Friðrikssyni, fyrrverandi alþingismanni. Árið 2006 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn meirihluta. Sá meirihluti hélt velli í kosningunum 2010 og vel það. Sjálfstæðismenn fengu þar hreinan meirihluta og hefðu þar af leiðandi ekki þurft á hjálp VG að halda til að mynda starfhæfan meirihluta. Samt sem áður héldu þessir flokkar áfram samstarfi og eru því fimm bæjarfulltrúar í meirihluta á móti aðeins tveimur í minnihluta, fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar. Framsóknarflokkurinn kom ekki að manni í bæjarstjórn árið 2010. Á næsta kjörtímabili verður bæjarfulltrúum fjölgað í Mosfellsbæ um tvo, úr sjö í níu.Haraldur Sverrisson.Samstaða um stærstu málin Haraldur Sverrisson er núverandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins. Hann leiðir nú lista flokksins í annað skipti. Haraldur tók við stöðu bæjarstjóra árið 2007 af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem lét þá af embætti sökum þingsetu. Haraldur telur að starfið á kjörtímabilinu hafi gengið mjög vel í langflestum tilvikum og samstaða hafi verið um stærstu mál milli meirihluta og minnihluta. Samstarf við minnihluta hafi verið gott og hann leggi verk sjálfstæðismanna stoltur í dóm kjósenda. „Við höfum tekið í gagnið nýtt hjúkrunarheimili og nýtt þjónustuhús fyrir aldraða á kjörtímabilinu. Samkvæmt þjónustukönnun Capacent Gallup mælist ánægja með búsetu mest í Mosfellsbæ, af því erum við stolt.“ Karl Tómasson, oddviti VG á síðasta kjörtímabili, lætur nú af störfum eftir átta ára meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Hann er ánægður með árin átta og gengur sáttur frá borði. „Mér finnst mikilvægt að láta af störfum nú þegar allir eru glaðir og þetta gengur vel. VG í Mosfellsbæ var fyrsta félagið í sögu VG til að vera í meirihluta á landinu, af því er ég einnig mjög stoltur. Úrtölumenn höfðu miklar efasemdir til að byrja með yfir samstarfi VG við sjálfstæðismenn, en þetta er líklega meira spurning um fólk en flokka þegar kemur að stjórnun sveitarfélags.“Vantar upp á félagslegu hliðina Bjarki Bjarnason, sagnfræðingur og kennari, tekur við kefli oddvita. Spurður að því hvort vænta megi breytinga á áherslum VG með hann sem oddvita og hvort honum hugnist áfram samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum svaraði hann því til að flokkurinn gengi óbundinn til kosninga. Engin stór mál hefðu komið upp og ekki hefði slegið í brýnu milli flokkanna. Óðinn Pétur Vigfússon er nýr oddviti Framsóknarflokksins í komandi kosningum. Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni í kosningunum 2010. Hann telur atvinnumál og fræðslumál verða ofan á sem helstu kosningamál í vor. „Það er svolítið einkennandi fyrir bæjarfélög sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir að það vantar aðeins upp á félagslegu hliðina,“ segir Óðinn Pétur. Fræðslumál bæjarfélagsins eru að mati Óðins Péturs í ólestri. „Það þarf að endurskoða þessa „skúrastefnu“ í skólamálum. Það eru allt of margar lausar kennslustofur á lóðum skólanna í bænum.“ Um atvinnumálin segir Óðinn Pétur að lítið sé að gerast í málaflokknum í sveitarfélaginu. „Það þarf að auka framkvæmdir einkafyrirtækja og ég vil skoða þann möguleika að létta undir með fyrirtækjum með einhvers konar ívilnunum og niðurfellingu opinberra gjalda. Mosfellsbær má ekki verða svefnbær.“ Anna Sigríður Guðnadóttir er nýr oddviti Samfylkingarinnar. Hún er sammála því sem kemur fram hjá oddvitum meirihlutaflokkanna að ekki hafi verið mikil átök. Þó hafi myndast núningur hvað varðar samráð við íbúa. „Aðalágreiningurinn varð nú undir lok kjörtímabilsins, um vandræði bæjarfélagsins í málefnum skólamannvirkja. Það verður stóra kosningamálið. Allt of mikið af lausum kennslueiningum og samráðið við foreldra er sýndarleikur. Foreldrum barna finnst ekki hlustað á sig.“Valdimar Leó Friðriksson.Vísir/ValliSkólamálin ofarlega á baugi Jón Jósef Bjarnason er núverandi oddviti Íbúahreyfingarinnar, sem fékk einn mann kjörinn í síðustu kosningum. Íbúahreyfingin leggur áherslu á gagnsæi og heilbrigt lýðræði. „Íbúahreyfingin hefur verið dugleg við að benda á lögbrot meirihlutans á kjörtímabilinu, til dæmis þegar bærinn skrifaði undir sjálfskuldarábyrgð einkaaðila í Helgafellsbyggingarmálinu svokallaða.“ Hann telur að skólamálin verði ofarlega á baugi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Um uppröðun á lista sagði hann Íbúahreyfinguna ekki vera búna að stilla upp lista. „Ég verð í einu af efstu sætum listans,“ sagði Jón Jósef. Valdimar Leó Friðriksson mun leiða nýjan lista, Mosfellslistann, í kosningunum í vor. Á meðal helstu stefnumála listans er að ráða ópólitískan bæjarstjóra. „Tryggja verður að hann sé framkvæmdastjóri allra bæjarbúa.“ Einnig segir Valdimar Leó: „Eitt af hlutverkum Mosfellsbæjar er að skapa atvinnutækifæri og hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Einnig er það gríðarlega mikilvægt fyrir bæinn okkar að ná niður umferðarhraða í gegnum Mosfellsbæ og Mosfellsdal.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira