Almenningssamgöngur fyrir alla? Helga Þórðardóttir skrifar 28. apríl 2014 17:45 Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun