
Játar hvorki fyrsta sætinu né neitar

„Ég verð að segja no comment. Þú verður bara að mæta á fundinn í kvöld,“ sagði Sveinbjörg létt í samtali við Vísi í dag.
Óskar Bergsson hætti sem oddviti í byrjun mánaðarins og stóð til að Guðni Ágústsson myndi taka við forystusætinu en hann hætti hins vegar við í síðustu viku. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, í morgun en án árangurs.
„Það er tækifæri til breytinga og að konur í Framsókn láti til sín taka. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég gef kost á mér,“ sagði Sveinbjörg í samtali við Vísi fyrir helgi. Þá lá ljóst fyrir að auk Sveinbjargar væri Guðrún Bryndís Karlsdóttir einnig klár að leiða lista flokksins í borginni.
Tengdar fréttir

Leita enn að nýjum oddvita
Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga.

Konurnar klárar en forystan ósannfærð
"Þetta er bara spurningin hverjum er treyst til að leiða listann,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna.

Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang
Brösuglega hefur gengið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík að ná saman lista til borgarstjórnar. Aukakjördæmaþingi hefur verið frestað tvívegis, þann 5. apríl og 24. apríl. Þriðja tilraun til aukakjördæmaþings verður þann 29. apríl næstkomandi.

Óskar Bergsson dregur sig í hlé
Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson er hættur við að leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum.

Telur sig betri kost en Guðna Ágústsson
Guðrún Bryndís vill leiða lista Framsóknar í Reykjavík

Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar
Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson.