Samdráttur í inn- og útflutningi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 09:36 Kínverska hagkerfið kólnar. AFP Útflutningur frá Kína dróst saman um 6,6% í mars í samaburði við mars í fyrra og svo virðist sem þetta stóra hagkerfi sé að kólna verulega. Í febrúar var enn meiri samdráttur, eða 18,1%. Innflutningur til Kína í mars minnkaði einnig um 11,3%. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem útflutningur dregst saman tvo mánuði í röð. Samdrátturinn í febrúar átti sínar skýringar en í þeim mánuði lokuðu margar verksmiðjur í Kína vegna hátíðarhalda kínversks nýárs. Minni skýringar eru á samdrættinum í mars og áttu greinendur von á að sjá aukningu bæði út- og innflutnings í þeim mánuði. Þessar nýju tölur auka á þær áhyggjur sem margir hafa haft af kínverska hagkerfinu og það er greinilega að hægja á hinum hraða vaxti þess síðustu ára. Vöruskiptajöfnuður í Kína var jákvæður um 7,7 milljarða dollara í mars, en hann var neikvæður um 23 milljarða dollara í febrúar. Spár um vöxt kínverska hagkerfisins hafa lækkað í kjölfar þessara nýju talna og er nú spáð 7,6% hagvexti. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Útflutningur frá Kína dróst saman um 6,6% í mars í samaburði við mars í fyrra og svo virðist sem þetta stóra hagkerfi sé að kólna verulega. Í febrúar var enn meiri samdráttur, eða 18,1%. Innflutningur til Kína í mars minnkaði einnig um 11,3%. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem útflutningur dregst saman tvo mánuði í röð. Samdrátturinn í febrúar átti sínar skýringar en í þeim mánuði lokuðu margar verksmiðjur í Kína vegna hátíðarhalda kínversks nýárs. Minni skýringar eru á samdrættinum í mars og áttu greinendur von á að sjá aukningu bæði út- og innflutnings í þeim mánuði. Þessar nýju tölur auka á þær áhyggjur sem margir hafa haft af kínverska hagkerfinu og það er greinilega að hægja á hinum hraða vaxti þess síðustu ára. Vöruskiptajöfnuður í Kína var jákvæður um 7,7 milljarða dollara í mars, en hann var neikvæður um 23 milljarða dollara í febrúar. Spár um vöxt kínverska hagkerfisins hafa lækkað í kjölfar þessara nýju talna og er nú spáð 7,6% hagvexti.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira