Jordan Spieth: Vona að ég geti verið oftar í baráttunni um risatitil á sunnudegi 14. apríl 2014 00:20 Spieth eftir innáhöggið á 14.holu á Augusta National í dag. AP/Vísir Þrátt fyrir að Jordan Spieth hafi ekki sigrað Mastersmótið þetta árið þá vann þessi tvítugi kylfingur aðdáun margra golfáhugamanna með frammistöðu sinni um helgina. Spieth lék í lokahollinu ásamt Bubba Watson í dag og á tímabili leiddi hann mótið með tveimur höggum á lokahringnum. Það forskot entist þó ekki lengi enda spilaði Watson frábært golf í dag og hafði að lokum þriggja högga sigur á þessu sögufræga móti. Í viðtali við fréttamenn eftir hringinn sagði Spieth að hann gæti tekið margt jákvætt úr mótinu þrátt fyrir að hann hafi tapað niður forskotinu á lokahringnum. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá var ég með þetta í eigin höndum en mér tókst ekki að klára þetta með stíl. Þar liggur eftirsjáin þessa stundina, ég gerði ekki nógu vel á seinni níu holunum. Ég get samt ekki neitað því að undanfarnir dagar hafa verið frábærir og ég vona að ég geti verið oftar í baráttunni um risatitil á sunnudegi, það er engu líkt.“ Sigurinn hjá Watson er hans annar á Mastersmótinu en hann sigraði það fyrst árið 2012. Í kjölfarið tók við frekar erfiður kafli hjá Watson en hann féll niður heimslistann í golfi og peningalista PGA-mótaraðarinnar eftir því sem leið á tímabilið. Undanfarnir mánuðir hafa þó verið gæfuríkari hjá þessum litríka kylfingi en hann sigraði meðal annars Northern Trust mótið á PGA-mótaröðinni sem fram fór í febrúar og núna klæðist hann græna jakkanum á ný eftir tveggja ára bið. „Mér fannst mun erfiðara að vinna þetta Mastersmót en það síðasta,“ sagði Watson klökkur við fréttamenn eftir sigurinn í kvöld. „Síðast þá fannst mér ég vera frekar heppinn, en þessi sigur er engin heppni heldur afrakstur mikillar vinnu sem farið hefur í að bæta golfið mitt á undanförnum mánuðum. Að vinna Mastersmótið hefur verið draumur hjá mér síðan ég hef verið barn og núna hef ég unnið það tvisvar.“ Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þrátt fyrir að Jordan Spieth hafi ekki sigrað Mastersmótið þetta árið þá vann þessi tvítugi kylfingur aðdáun margra golfáhugamanna með frammistöðu sinni um helgina. Spieth lék í lokahollinu ásamt Bubba Watson í dag og á tímabili leiddi hann mótið með tveimur höggum á lokahringnum. Það forskot entist þó ekki lengi enda spilaði Watson frábært golf í dag og hafði að lokum þriggja högga sigur á þessu sögufræga móti. Í viðtali við fréttamenn eftir hringinn sagði Spieth að hann gæti tekið margt jákvætt úr mótinu þrátt fyrir að hann hafi tapað niður forskotinu á lokahringnum. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá var ég með þetta í eigin höndum en mér tókst ekki að klára þetta með stíl. Þar liggur eftirsjáin þessa stundina, ég gerði ekki nógu vel á seinni níu holunum. Ég get samt ekki neitað því að undanfarnir dagar hafa verið frábærir og ég vona að ég geti verið oftar í baráttunni um risatitil á sunnudegi, það er engu líkt.“ Sigurinn hjá Watson er hans annar á Mastersmótinu en hann sigraði það fyrst árið 2012. Í kjölfarið tók við frekar erfiður kafli hjá Watson en hann féll niður heimslistann í golfi og peningalista PGA-mótaraðarinnar eftir því sem leið á tímabilið. Undanfarnir mánuðir hafa þó verið gæfuríkari hjá þessum litríka kylfingi en hann sigraði meðal annars Northern Trust mótið á PGA-mótaröðinni sem fram fór í febrúar og núna klæðist hann græna jakkanum á ný eftir tveggja ára bið. „Mér fannst mun erfiðara að vinna þetta Mastersmót en það síðasta,“ sagði Watson klökkur við fréttamenn eftir sigurinn í kvöld. „Síðast þá fannst mér ég vera frekar heppinn, en þessi sigur er engin heppni heldur afrakstur mikillar vinnu sem farið hefur í að bæta golfið mitt á undanförnum mánuðum. Að vinna Mastersmótið hefur verið draumur hjá mér síðan ég hef verið barn og núna hef ég unnið það tvisvar.“
Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti