45 prósenta aukning í borgaralegum fermingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:35 Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: "Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ MYND/SIÐMENNT 304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“ Fermingar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
304 unglingar fermast borgaralegri fermingu á vegum Siðmenntar í ár. Það er um 45 prósent aukning frá því í fyrra en þá fermdust 209 unglingar borgaralega að sögn Hope Knútsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra borgaralegra ferminga á Íslandi. Unglingar fæddir 2000 fermast nú um þessar mundir og 7,3 prósent allra unglinga á landinu velja að fermast borgaralega. Fjórar athafnir eru eftir en fimm eru þegar búnar. Athafnirnar eru haldnar víðsvegar um landið, á Akureyri, Höfn í Hornafirði, Flúðum ogí Kópavogi, Hallormsstaðaskógi og Reykjavík. Fyrsta borgaralega fermingin var árið 1989 og þá fermdust 16 unglingar. „Þeim hefur bara farið fjölgandi síðan sem fermast hjá okkur. Við erum að fá aðra kynslóðina núna, semsagt börn þeirra sem fermdust í fyrstu fermingunum okkar,“ segir Hope. Mjög erfitt sé að segja hvað skýri þessa aukningu hjá Siðmennt. „Líklega eru bara fleiri sem þekkja einhvern sem hefur fermst með þessum hætti. Fleiri sem hafa mætt í veislur hjá frændum og frænkum og kynnst athöfninni þannig og litist vel á,“ segir Hope. Lögskráning Siðmenntar í fyrra gæti einnig hafa skipt máli. Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og kennslustjóri Siðmenntar hafi svo byggt upp vandað námskeið sem ungmennin þurfa að ljúka til þess að fermast. Mikil ánægja sé með námskeiðið. Unglingarnir sækja það í 12 vikur og þar læra þau meðal annars gagnrýna hugsun, siðfræði, og hvað það þýði að vera unglingur í nútíma samfélaginu. Þau læra að taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Í fermingarathöfninni fá allir afhent skjal þar sem stendur: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkominn í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir.“
Fermingar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira