Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Hjörtur Hjartarson skrifar 19. apríl 2014 19:30 Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira