Erlent

„Ætlar þú að fara í vinnuna að eilífu eins og pabbi?“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Paul var á leið til Mongólíu vegna vinnu sinnar þegar vélin hvarf.
Paul var á leið til Mongólíu vegna vinnu sinnar þegar vélin hvarf.
Danica Weeks, eiginkona eins farþeganna í týndri farþegaþotu Malaysia Airlines, gerði það sem aðstandendur annarra gátu ekki gert. Hún ók í tíu mínútur frá heimili sínu að aðalbækistöðvum ástralska flughersins, en þaðan er leitinni stýrt, og spurðist fyrir um það hvað væri verið að gera til þess að finna eiginmanninn.

„Nú hef ég fengið að sjá hvað þeir eru að gera og það eru algjör forréttingi að fá að vera hér. Að búa svona nálægt leitarsvæðinu og geta spurt þessara spurninga,“ segir Weeks í samtali við CNN. Eiginmaður hennar, Paul, var á leið til Mongólíu vegna vinnu sinnar þegar vélin hvarf. Hann ætlaði að koma til baka innan nokkurra vikna og halda upp á fyrsta afmælisdag yngri sonar síns.

„Ætlar þú að fara í vinnuna og vera þar að eilífu eins og pabbi?,“ er meðal þeirra spurninga sem Weeks hefur þurft að svara eldri syni sínum, en hann er þriggja ára. „Ég held hann sé byrjaður að skilja það að pabbi hans er farinn og kemur ekki aftur.“

Viðtalið við Danicu Weeks má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×