Bardagamaðurinn sem átti ekki að ganga framar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. apríl 2014 22:45 Föstudaginn 11. apríl mætast þeir AntonioRodrigo Nogueira og Roy Nelson í aðalbardaganum á UFC: Dubai viðburðinum. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18. Antonio Rodrigo Nogueira, eða Big Nog eins og hann er betur þekktur, er ein af goðsögnum MMA heimsins. Þessi 37 ára Brassi er einn af bestu þungavigtarmönnum sögunnar en hann skipar stóran sess í hjörtum bardagaáhugamanna. Big Nog og tvíburabróðir hans, Antonio Rogerio Nogueira (Lil Nog), hafa barist sem atvinnumenn í íþróttinni í 15 ár. Þeir byrjuðu aðeins 4 ára gamlir í júdó og var það byrjunin á löngum ferli þeirra í bardagaíþróttum. Það er í raun afrek út af fyrir sig að Big Nog skuli vera atvinnuíþróttamaður í dag þar sem hann lenti í alvarlegu slysi sem barn og átti ekki að geta gengið framar. Hann var 10 ára gamall þegar stór flutningarbíll bakkaði yfir hann. Big Nog lá í dái í 4 daga og þurfti að fjarlægja hluta lifrinnar, hluta úr bakvöðvum hans og eitt rifbein eftir slysið. Big Nog var tjáð að hann ætti ekki eftir að ganga aftur en hann neitaði að trúa því og fór í stífa sjúkraþjálfun til að læra að ganga aftur. Þremur árum eftir slysið gat hann aftur æft bardagaíþróttir og var búinn að ná sér að fullu. Eftir að æft box, jiu-jitsu og standandi glímu tók hann sinn fyrsta MMA bardaga árið 2001. Hann varð Pride þungavigtarmeistari en tapaði titlinum til erkifjandar síns, Fedor Emelianenko. Þeir mættust þrisvar í Pride en aldrei náði Big Nog að sigra. Big Nog var þekktur fyrir að vera með gríðarlega sterka höku og gat tekið við ógrynni af höggum án þess að rotast. Leikáætlun hans virtist oft á tíðum snúast um að liggja á bakinu og láta kýla sig í hausinn þangað til andstæðingurinn varð þreyttur en þá nýtti Big Nog tækifærið og náði þeim í uppgjafartök. Big Nog er frábær gólfglímumaður en hann er með 21 sigur að baki eftir uppgjafartök. Bardagi hans gegn Bob Sapp er afar minnistæður en Sapp var 70 kg þyngri en þungavigtarmaðurinn Big Nog. Hinn risavaxni Sapp kastaði Big Nog til og frá og lamdi hann eins og harðfisk þangað til Big Nog náði honum í “armbar” í 2. lotu. Brot úr bardaganum má sjá hér að ofan. Í desember 2011 mættust þeir Big Nog og Frank Mir í annað sinn. Big Nog ætlaði ekki að gefast upp (tappa út) eftir að Frank Mir náði honum í uppgjafartak og því brotnaði hönd Big Nog. Brasilíumaðurinn er stoltur maður og ætlaði ekki að láta Frank Mir vera fyrsta manninn til að sigra sig eftir uppgjafartak. Big Nog hefur átt misjöfnu gengi að fagna og aldrei unnið fleiri en einn bardaga í röð á undanförnum árum. Hann er þó löngu orðin goðsögn í íþróttinni og á enn stóran aðdáendahóp. Á föstudaginn mætir hann Roy Nelson og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessir gömlu jálkar munu koma til leiks. Nánar má lesa um Big Nog hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Föstudaginn 11. apríl mætast þeir AntonioRodrigo Nogueira og Roy Nelson í aðalbardaganum á UFC: Dubai viðburðinum. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18. Antonio Rodrigo Nogueira, eða Big Nog eins og hann er betur þekktur, er ein af goðsögnum MMA heimsins. Þessi 37 ára Brassi er einn af bestu þungavigtarmönnum sögunnar en hann skipar stóran sess í hjörtum bardagaáhugamanna. Big Nog og tvíburabróðir hans, Antonio Rogerio Nogueira (Lil Nog), hafa barist sem atvinnumenn í íþróttinni í 15 ár. Þeir byrjuðu aðeins 4 ára gamlir í júdó og var það byrjunin á löngum ferli þeirra í bardagaíþróttum. Það er í raun afrek út af fyrir sig að Big Nog skuli vera atvinnuíþróttamaður í dag þar sem hann lenti í alvarlegu slysi sem barn og átti ekki að geta gengið framar. Hann var 10 ára gamall þegar stór flutningarbíll bakkaði yfir hann. Big Nog lá í dái í 4 daga og þurfti að fjarlægja hluta lifrinnar, hluta úr bakvöðvum hans og eitt rifbein eftir slysið. Big Nog var tjáð að hann ætti ekki eftir að ganga aftur en hann neitaði að trúa því og fór í stífa sjúkraþjálfun til að læra að ganga aftur. Þremur árum eftir slysið gat hann aftur æft bardagaíþróttir og var búinn að ná sér að fullu. Eftir að æft box, jiu-jitsu og standandi glímu tók hann sinn fyrsta MMA bardaga árið 2001. Hann varð Pride þungavigtarmeistari en tapaði titlinum til erkifjandar síns, Fedor Emelianenko. Þeir mættust þrisvar í Pride en aldrei náði Big Nog að sigra. Big Nog var þekktur fyrir að vera með gríðarlega sterka höku og gat tekið við ógrynni af höggum án þess að rotast. Leikáætlun hans virtist oft á tíðum snúast um að liggja á bakinu og láta kýla sig í hausinn þangað til andstæðingurinn varð þreyttur en þá nýtti Big Nog tækifærið og náði þeim í uppgjafartök. Big Nog er frábær gólfglímumaður en hann er með 21 sigur að baki eftir uppgjafartök. Bardagi hans gegn Bob Sapp er afar minnistæður en Sapp var 70 kg þyngri en þungavigtarmaðurinn Big Nog. Hinn risavaxni Sapp kastaði Big Nog til og frá og lamdi hann eins og harðfisk þangað til Big Nog náði honum í “armbar” í 2. lotu. Brot úr bardaganum má sjá hér að ofan. Í desember 2011 mættust þeir Big Nog og Frank Mir í annað sinn. Big Nog ætlaði ekki að gefast upp (tappa út) eftir að Frank Mir náði honum í uppgjafartak og því brotnaði hönd Big Nog. Brasilíumaðurinn er stoltur maður og ætlaði ekki að láta Frank Mir vera fyrsta manninn til að sigra sig eftir uppgjafartak. Big Nog hefur átt misjöfnu gengi að fagna og aldrei unnið fleiri en einn bardaga í röð á undanförnum árum. Hann er þó löngu orðin goðsögn í íþróttinni og á enn stóran aðdáendahóp. Á föstudaginn mætir hann Roy Nelson og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessir gömlu jálkar munu koma til leiks. Nánar má lesa um Big Nog hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15