Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir 9. apríl 2014 11:45 Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“ Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“
Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00