Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. mars 2014 12:00 "Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur: Ísland Got Talent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
„Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur:
Ísland Got Talent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira