Sýnir töfrabrögð frekar en að gera ekkert Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. mars 2014 12:00 "Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur: Ísland Got Talent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Ég er búinn að vera að sýna á fullu. Alltaf þegar ég hef tíma þá sýni ég töfrabrögð frekar en að gera ekkert,“ segir Hermann Helenuson, 13 ára töframaður úr Kópavogi. Hermann hefur vakið athygli fyrir þátttöku sína í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2. Hermann er kominn í undanúrslit í keppninni. Hann skráði sig í keppnina í von um að vinna fyrsta sætið og hljóta 10 milljónir í verðlaun. Þann pening ætlar hann að nota til þess að styrkja systur sína, Karenu, til þess að komast í aðgerð til að laga hryggskekkju sem hún hefur verið með síðustu fjögur ár. Föstudaginn 16. maí næstkomandi ætlar Hermann að standa fyrir fjölskyldusýningu í Salnum i Kópavogi. Sýningin er liður í því að safna fé svo Karen systir hans komist í aðgerð.Liggur fyrir heilu dagana vegna verkja Karen er á átjánda ári og að sögn móður þeirra systkina, Helenu Levísdóttur, hefur hryggskekkjan mikil áhrif á líf og líðan Karenar. Hryggskekkjuna fékk hún þegar hún var 14 ára og með aðgerð er hægt að bæta líf hennar talsvert. Bakið yrði rétt og þannig hægt er að minnka skekkjuna verulega. Hryggskekkjan hefur þannig áhrif á Karenu að stundum verður hún að liggja fyrir heilu dagana vegna verkja. Verið er að funda um mál Karenar og í vikunni kemur í ljós hvort hún fái viðtal og skoðun hjá lækni í Svíþjóð sem framkvæmir aðgerð þá sem Karen þarf á að halda. Helena telur líklegt að hún komist í aðgerðina. „Ef þeir vilja ekki gera þetta hérna heima mun ég að berjast fyrir því að hún komist út í aðgerðina. Það er ekki hægt að horfa upp hana kveljast svona mikið,“ segir hún. Aðgerðin kostar um 8 milljónir króna. „Síðan í janúar hef ég safnað 200 þúsund krónum og það hefur allt farið inn á styrktarreikninginn,“ segir Hermann. Töframaðurinn Einar Mikael er lærifaðir Hermanns. „Hann hefur kennt allt sem ég kann og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ segir Hermann. Hermann segist vilja gera allt til þess að systur sinni líði betur. Sýningin í maí er hluti af því. "Miðasala hefst á miðvikudaginn á vefsíðunni midi.is," segir Hermann sem vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.Segir bróður sinn þann besta „Hann er mjög góður í töfrabrögðum, hann er sá besti,“ segir Karen um litla bróður sinn. „Mér finnst þetta bara æði. Hann fann þetta upp hjá sjálfum sér að byrja að safna. Hann kom bara einn daginn og sagðist ætla að safna fyrir mig og hann hefur svo heldur betur staðið við það,“ segir hún. Karen er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og eins og aðrir framhaldsskólanemendur er hún í verkfalli um þessar mundir. Hún er dugleg að mæta í skólann, bæði til að læra og hitta félagana. „Vinahópurinn mætir upp í skóla til að hittast og hjálpast að. Það er betra en að hanga heima og gera ekki neitt,“ segir hún. Hér að neðan má sjá myndband af Hermanni sýna listir sínar í Ísland Got Talent fyrr í vetur:
Ísland Got Talent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira