NBA: Boston vann Miami - sigurgöngur Spurs og Knicks héldu áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2014 07:21 Rajon Rondo er hér grimmur á boltann í leiknum í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira