Afglöp ríkisstjórnar í Evrópumálum Árni Páll Árnason skrifar 27. mars 2014 09:57 Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun