Á að stytta stúdentsprófið? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2014 13:42 Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám. Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám.
Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira