
Í bréfinu kemur fram að flugvélin hafi verið í heilu lagi þegar hún hrapaði.
„Það liðu um 10 til 15 sekúndur frá því að ég sá flugvélina í logum og þar eldurinn virtist kominn um alla vél þá var hún enn hátt uppi,“ stendur í bréfinu. Hann segir að flugvélin hafi annað hvort verið að koma í áttina þar sem hann var staðsettur eða á leið í hina áttina.
Woodruff tekur fram að yfirvöld í Víetnam séu að rannsaka hvort það geti verið að bréfið sé blekking.
