Fagfólkið má vita, ekki foreldrarnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. mars 2014 08:54 Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar