Erlent

Flugmennirnir slökktu á fjarskiptabúnaðnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leitað hefur verið að vélinni í eina viku.
Leitað hefur verið að vélinni í eina viku. visir/afp
Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að flugmenn vélarinnar sem hefur verið leitað í viku hafi slökkt á fjarskiptabúnaði um borð í flugvélinni.

Flugvélin hvarf af ratsjá yfir Suður-Kínahafi, sem liggur austur af Malasíu. Aðeins er byggð á 37 af þeim 572 eyjum sem tilheyra Andaman-eyjum. Flestar tilheyra þær Indlandi.

Razak gat ekki staðfest á fundinum hvort um flugrán hafi verið að ræða. Leit hefur nú verið hætt á Suður-Kínahafi og nú fer leitin að mestu leyti fram á Indlandshafi.

Lögregla í Malasíu rannsakar nú hvort að um viljaverk hafi verið að ræða og útilokar ekki hryðjuverk.

Hishammuddin Hussein, settur samgönguráðherra Malasíu, vildi ekki staðfesta það á blaðamannafundi í vikunni að vélin hafi verið á flugi nokkrum klukkustundum eftir að hún hvarf af ratsjá.


Tengdar fréttir

Farþegaþota hvarf af radar

Vélin er á vegum Malaysian Airlines en í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vélin hafi horfið af radar á sjöunda tímanum í gær, nokkrum klukkustundum eftir flugtak.

Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina

Kínverjar krefjast þess að malasísk yfirvöld leggi meiri kraft í leitina að Boeing 777-farþegavélinni sem hvarf á laugardaginn. Um borð voru 239 manneskjur.

Farþegaflugvélin breytti um stefnu

Týnda Boeing-farþegaflugvélin í Malasíu breytti um stefnu. Samkvæmt ratsjá var hún komin hundruð kílómetra frá því svæði sem síðast var vitað um ferðir hennar. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir þessari dularfullu stefnubreytingu vélarinnar.

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar

Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin

Farsímar farþeganna hringja enn

Hvert sem afdrif flugvélarinnar kann að vera, á að teljast ómögulegt að símarnir skuli enn vera tengdir.

Ekki um brak úr vélinni að ræða

Kínverskar gervihnattamyndir sem birtar voru í gær af því sem talið var vera brak úr malasísku flugvélinni sem hvarf á laugardag voru birtar fyrir mistök.

Ekkert bendir til hryðjuverka

Mennirnir tveir sem fóru með stolin vegabréf um borð í flugvél Malaysia Airlines, sem hefur verið saknað frá því á laugardag, eru taldir hafa ætlað að flytja til Evrópu.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

"Allt í lagi, góða nótt"

Síðustu samskiptin á milli flugmanna malasísku farþegaflugvélarinnar sem hvarf á laugardag og flugumferðarstjórnar voru á þá leið að allt væri í himnalagi.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×