Verkfall gæti hafist á morgun
Samningafundur vegna kjara framhaldsskólakennara hófst hjá Ríkissáttasemjara nú á hádegi. Fundur sem hófst um hálf sjö leytið í gærkvöldi lauk um þremur tímum síðar. Náist ekki að semja um kjör í dag verður ekki kennt í framhaldsskólum landsins á morgun og því er mikilvægt að jákvæð niðurstaða náist á fundinum.
Mikill munur er á milli krafna kennara um kjör og því tilboði sem ríkið hefur sett fram en kennarar óska eftir 16-17 prósent hækkun á meðan ríkið hefur boðið um þrjú prósent hækkun til eins árs.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólakennara, situr fundinn í dag en hún segir ekki neitt nýtt formlegt tilboð hafa komið á borðið á fundinum. Hún vill ekki tjá sig um það hvort hún sé bjartsýn á að kennsla fari fram á morgun.
Tengdar fréttir

Framhaldsskólanemar uggandi um sinn hag
Verkfallsboðun framhaldsskólakennara var samþykkt í dag. Til stendur að verkfallið hefjist sautjánda mars, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Framhaldsskólanemar eru uggandi um sinn hag.

Verkfall hugsanlega í vændum hjá háskólakennurum
Stjórn félags háskólakennara hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu í næstu viku um boðun verkfalls.

Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun
Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi.

Framhaldsskólanemar halda partí vegna verkfalls
"Við viljum bara dreifa huga samnemenda okkar vegna verkfallsins,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, framhaldsskólanemi. "En við erum ekki að fagna verkfallinu, alls ekki.“

Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara
Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.

Verkfall hefði afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur
Aðeins tveir kennsludagar eftir áður en verkfall framhaldsskólakennara skellur á ef ekki nást samningar fyrir næst komandi mánudag. Nám þúsunda framhaldsskólanema í uppnámi.

Ekki veitir af kauphækkun kennara
Núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherrar ræddu kjaramál í þingi í gær.

Kennarar tilbúnir í verkfall
Þrátt fyrir stíf fundahöld á milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara eru kjarasamningar ekki í sjónmáli