Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Bettý í fjörukambinum við Önundarfjörð í viðtali um lífið á Ingjaldssandi fyrir þáttinn "Um land allt" á Stöð 2. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá. Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá.
Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira