Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 14:00 Iðunn Valgerður Péturssdóttir og Matthías Baldursson Harksen voru upptekin að reikna þegar fréttastofa hitti á þau fyrir hádegið í dag. VÍSIR/STEFÁN Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann. Kennaraverkfall Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann.
Kennaraverkfall Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira