Þyngdarbylgjur á mannamáli Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2014 12:12 Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“ Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“
Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira