Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. mars 2014 20:00 Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53
Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13
Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08