Erlent

Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kona á miðjum aldri í miklu uppnámi var flutt á brott með valdi.
Kona á miðjum aldri í miklu uppnámi var flutt á brott með valdi. vísir/ap
Uppþot varð á blaðamannafundi í Kúala Lúmpúr í morgun vegna týndu farþegavélar Malaysia Airlines þegar ættingjar farþeganna tóku fram mótmælaborða. Féll einn í gólfið í æsingnum og segir fréttamaður Sky að kona á miðjum aldri í miklu uppnámi hafi verið flutt á brott með valdi.

Ættingjar farþeganna hafa gagnrýnt malasísk yfirvöld fyrir skort á upplýsingum varðandi hvarf vélarinnar, en 239 voru um borð þegar vélin hvarf af ratsjá þann 8. mars.

Á fundinum kom fram að yfirvöld hefðu undir höndum ný ratsjárgögn en frekari upplýsingar um þau gögn voru ekki gefnar. Þá var sögusögnum um breiðþotu í lágflugi sem sést hefði á Maldíveyjum daginn sem vélin hvarf vísað á bug


Tengdar fréttir

Hóta hungurverkfalli vegna flugvélahvarfsins

Aðstandendur kínverskra farþega malasísku farþegaþotunnar sem saknað hefur verið frá því 8. mars krefjast nánari upplýsinga frá yfirvöldum í Malasíu.

Ekkert bendir til hryðjuverka

Mennirnir tveir sem fóru með stolin vegabréf um borð í flugvél Malaysia Airlines, sem hefur verið saknað frá því á laugardag, eru taldir hafa ætlað að flytja til Evrópu.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×