Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2014 13:25 Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon og Auðunn Helgason, stjórnarmaður hjá United Silikon. Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti. United Silicon hf. er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélagið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuafhending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilversins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrirvara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, sem gjörbreytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þúsund tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við meginflutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna. United Silicon Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti. United Silicon hf. er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélagið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuafhending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilversins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrirvara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, sem gjörbreytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þúsund tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við meginflutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna.
United Silicon Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira