Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2014 13:25 Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon og Auðunn Helgason, stjórnarmaður hjá United Silikon. Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti. United Silicon hf. er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélagið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuafhending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilversins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrirvara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, sem gjörbreytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þúsund tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við meginflutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna. United Silicon Suðurnesjalína 2 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti. United Silicon hf. er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélagið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuafhending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilversins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrirvara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, sem gjörbreytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þúsund tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við meginflutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna.
United Silicon Suðurnesjalína 2 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira