Sérfræðingar telja eld hafa komið upp í týndu farþegaþotunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. mars 2014 16:38 Frá minningarathöfn í Pakistan. vísir/ap Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13
Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00
25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00
Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33
Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28
Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15
Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44