Bolur Gunnars sendur víða um heim Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. mars 2014 23:30 Vísir/Getty Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða. Bolurinn var hannaður af Finnboga Þór Erlendssyni í samstarfi við Mjölni. Framan á bolnum er galdrastafurinn Veldismagn en sá stafur hefur fylgt Gunnari í síðustu tveimur bardögum og einnig verið á sérsökum stuðningmannabol Gunnars. Táknið er því orðið nokkurs konar einkennistákn fyrir kappann og komin hefð fyrir því að nota stafinn á boli Gunnars. Þess má geta að hönnuðurinn, Sigurður Eggertsson, útfærði stafinn fyrstur fyrir Gunnar fyrir fyrsta UFC bardaga Gunnars. „Galdrastafinn má finna í Galdraskræðu Skugga sem hefur að geyma marga skemmtilega galdrastafi. Þar er galdrinum lýst svona: Galdrastafinn skal rista á surtarbrand og bera blóð í skurðinn, og láta liggja milli brjósta þinna og mun þig ekki illt saka og heill og ósjúkur aftur heim koma hvort sem þú ferðast á sjó eða landi,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Mjölnismenn hafa lengi notað gömul íslensk og norræn tákn, galdrastafi og rúnir á boli og í merki hjá sér. Sem dæmi ber bardagakappinn Árni Ísaksson ávalt Ægisskjöldinn á bol sínum. Ægisskjöldurinn er íslenskur galdrastafur úr Galdraskræðu Skugga. Umhverfis galdrastafinn Veldismagn er síðan nafnið hans Gunnars skrifað í miðaldarúnum sem voru notaðar á Norðurlöndunum frá árinu 1000. Á vinstri hlið bolsins er svo galdrastafurinn Gapaldur sem stendur fyrir heppni í bardaga. Bolurinn hefur verið mjög vinsæll og hefur Óðinsbúð sent yfir 100 eintök út í heim. „Gunnar Nelson er orðið stórt nafn í bardagaheiminum og eðlilega vilja aðdáendur hans eiga bol merktan honum. Við höfum því verið að fá pantanir frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum“ segir Jón Viðar.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða. Bolurinn var hannaður af Finnboga Þór Erlendssyni í samstarfi við Mjölni. Framan á bolnum er galdrastafurinn Veldismagn en sá stafur hefur fylgt Gunnari í síðustu tveimur bardögum og einnig verið á sérsökum stuðningmannabol Gunnars. Táknið er því orðið nokkurs konar einkennistákn fyrir kappann og komin hefð fyrir því að nota stafinn á boli Gunnars. Þess má geta að hönnuðurinn, Sigurður Eggertsson, útfærði stafinn fyrstur fyrir Gunnar fyrir fyrsta UFC bardaga Gunnars. „Galdrastafinn má finna í Galdraskræðu Skugga sem hefur að geyma marga skemmtilega galdrastafi. Þar er galdrinum lýst svona: Galdrastafinn skal rista á surtarbrand og bera blóð í skurðinn, og láta liggja milli brjósta þinna og mun þig ekki illt saka og heill og ósjúkur aftur heim koma hvort sem þú ferðast á sjó eða landi,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Mjölnismenn hafa lengi notað gömul íslensk og norræn tákn, galdrastafi og rúnir á boli og í merki hjá sér. Sem dæmi ber bardagakappinn Árni Ísaksson ávalt Ægisskjöldinn á bol sínum. Ægisskjöldurinn er íslenskur galdrastafur úr Galdraskræðu Skugga. Umhverfis galdrastafinn Veldismagn er síðan nafnið hans Gunnars skrifað í miðaldarúnum sem voru notaðar á Norðurlöndunum frá árinu 1000. Á vinstri hlið bolsins er svo galdrastafurinn Gapaldur sem stendur fyrir heppni í bardaga. Bolurinn hefur verið mjög vinsæll og hefur Óðinsbúð sent yfir 100 eintök út í heim. „Gunnar Nelson er orðið stórt nafn í bardagaheiminum og eðlilega vilja aðdáendur hans eiga bol merktan honum. Við höfum því verið að fá pantanir frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum“ segir Jón Viðar.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30
Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33