Ágúst tekur við Víkingum eftir tímabilið Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2014 12:54 Ágúst Jóhannsson hefur verk að vinna í Víkinni. Vísir/Vilhelm Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur samið við 1. deildar lið Víkings til þriggja ára og tekur við liðinu 1. maí.Hann mun þó stýra HK í Olís-deildinni út tímabilið eins og greint var frá fyrr í dag en Ágúst lét af störfum hjá kvennaliði SönderjyskE í Danmörku á dögunum eftir erfitt gengi. "Við erum afar ánægð og stolt að fá Ágúst sem þjálfara meistaraflokks Víkings en hann er einn reynslumesti handknattleiksþjálfari landsins. Ágúst mun einnig verða yfirmaður handknattleiksmála hjá Víkingi og koma að öllu skipulagi og hugmyndafræði í handboltanum hjá félaginu. "Víkingur er eitt mesta afreksfélag landsins í handbolta og ætlunin er að koma liðinu aftur á hæsta stall í nánustu framtíð. Ágúst hafði úr ýmsum möguleikum að velja en hann valdi Víking sem er auðvitað mjög ánægjulegt og gefur okkur mikla trú á því sem félagið er að gera og sýnir metnaðinn í félaginu," segir í fréttatilkynningu Víkinga. Ágústs bíður mikið verkefni enda handboltinn hjá Víkingum legið lengi í dvala. Liðið hefur leikið einu sinni í efstu deild á síðustu átta árum og féll það þá strax aftur niður í 1. deild. Víkingar hafa verið slakir í 1. deildinni í vetur og eru í 7. sæti af 11 liðum. "Eftir að hafa rætt við forráðamenn Víkings og fengið að heyra hvernig þeir vilja byggja handboltann upp hjá félaginu í framtíðinni ákvað ég að slá til. Víkingur á eina stærstu og fallegustu söguna í handboltanum á Íslandi. Ég hlakka til að fara að starfa í Víkinni," segir Ágúst Jóhannsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Samúel Ívar rekinn frá HK | Ágúst tekur við Samúel Ívar Árnason hefur verið sagt upp störfum hjá úrvalsdeildarliði HK í handbolta. Ágúst Jóhannsson tekur við liðinu. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. 2. mars 2014 12:18 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur samið við 1. deildar lið Víkings til þriggja ára og tekur við liðinu 1. maí.Hann mun þó stýra HK í Olís-deildinni út tímabilið eins og greint var frá fyrr í dag en Ágúst lét af störfum hjá kvennaliði SönderjyskE í Danmörku á dögunum eftir erfitt gengi. "Við erum afar ánægð og stolt að fá Ágúst sem þjálfara meistaraflokks Víkings en hann er einn reynslumesti handknattleiksþjálfari landsins. Ágúst mun einnig verða yfirmaður handknattleiksmála hjá Víkingi og koma að öllu skipulagi og hugmyndafræði í handboltanum hjá félaginu. "Víkingur er eitt mesta afreksfélag landsins í handbolta og ætlunin er að koma liðinu aftur á hæsta stall í nánustu framtíð. Ágúst hafði úr ýmsum möguleikum að velja en hann valdi Víking sem er auðvitað mjög ánægjulegt og gefur okkur mikla trú á því sem félagið er að gera og sýnir metnaðinn í félaginu," segir í fréttatilkynningu Víkinga. Ágústs bíður mikið verkefni enda handboltinn hjá Víkingum legið lengi í dvala. Liðið hefur leikið einu sinni í efstu deild á síðustu átta árum og féll það þá strax aftur niður í 1. deild. Víkingar hafa verið slakir í 1. deildinni í vetur og eru í 7. sæti af 11 liðum. "Eftir að hafa rætt við forráðamenn Víkings og fengið að heyra hvernig þeir vilja byggja handboltann upp hjá félaginu í framtíðinni ákvað ég að slá til. Víkingur á eina stærstu og fallegustu söguna í handboltanum á Íslandi. Ég hlakka til að fara að starfa í Víkinni," segir Ágúst Jóhannsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Samúel Ívar rekinn frá HK | Ágúst tekur við Samúel Ívar Árnason hefur verið sagt upp störfum hjá úrvalsdeildarliði HK í handbolta. Ágúst Jóhannsson tekur við liðinu. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. 2. mars 2014 12:18 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Samúel Ívar rekinn frá HK | Ágúst tekur við Samúel Ívar Árnason hefur verið sagt upp störfum hjá úrvalsdeildarliði HK í handbolta. Ágúst Jóhannsson tekur við liðinu. Frá þessu er greint á heimasíðu HK. 2. mars 2014 12:18