Baumruk-feðgar nú báðir bikarmeistarar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2014 08:00 Petr Baumruk og Adam Haukur Baumruk með bikarmeistaratitilinn í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Daníel „Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00
Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00
Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01