Upphitun fyrir UFC bardagana annað kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. mars 2014 20:15 Gustafsson og Manuwa horfast í augu. Vísir/Getty Annað kvöld fer fram eitt stærsta bardagakvöld í sögu Íslands en þá mætir Gunnar Nelson aftur í búrið. Gunnar berst gegn Omari Akhmedov en bardagi þeirra er fyrsti bardaginn á aðal hluta bardagakvöldsins. Á bardagakvöldinu eru 10 frábærir bardagar en hér eru fjórir aðal bardagar kvöldsins.Alexander Gustafsson (15-2) gegn Jimi Manuwa (14-0-0) – léttþungavigt (-93 kg) Í aðalbardaga kvöldsins mætir Svíinn Alexander Gustafsson heimamanninum Jimi Manuwa. Upphaflega átti Gustafsson að mæta Antonio Rógerio Nogueira (Lil Nog) en hann meiddist eins og svo oft áður og því steig Jimi Manuwa upp. Alexander Gustafsson er einn af bestu léttþungavigtarmönnum heims um þessar mundir. Gustafsson barðist síðast gegn meistaranum Jon Jones og var bardaginn einn besti bardagi síðasta árs. Ekki bjuggust margir við að Gustafsson ætti mikla möguleika í Jones en Gustafsson sýndi og sannaði að hann er frábær bardagamaður. Bardaginn var gríðarlega jafn en á endanum sigraði Jones eftir dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga. Gustafsson æfði box frá 10 ára aldri þar til hann snéri sér að MMA. Hann var einn af fremstu boxurum Svíðþjóðs og varð meistari á landsvísu í Ólympískum hnefaleikum. Gustafsson var vandræðagemsi á sínum yngri árum og átti til að lenda í slagsmálum úti á götu. Eftir að hafa setið inni 18 ára gamall ákvað hann að snúa við blaðinu. Hann hlutti úr heimabæ sínum og setti stefnuna á að verða atvinnumaður í MMA. Það hefur gengið eftir þar sem hann er einn fremsti léttþungavigtarmaður heims í dag. Bæði töpin hans hafa komið í UFC, annað gegn Phil Davis og hitt gegn Jon Jones. Phil Davis er framúrskarandi glímumaður og sigraði Gustafsson með hengingu í fyrstu lotu. Eftir bardagann ákvað Gustafsson að æfa með Davis til að læra af glímumeistaranum. Í dag eru þeir góðir vinir og hefur Gustafsson tekið miklum framförum í glímunni. Hann er til að mynda eini maðurinn sem hefur náð að taka meistarann Jon Jones niður. Jimi Manuwa fæddist í Nígeríu en flutti tveggja ára til Englands. Þessi 34 ára Breti kom inn með hvelli í UFC þegar hann sigraði Kyle Kingsbury sannfærandi. Hann hefur síðan þá sigrað tvo bardaga í UFC með fremur óvenjulegum hætti. Báðir andstæðingar hans hafa meiðst á fæti og þurft að hætta í miðjum bardaga. Manuwa var þrátt fyrir það að vinna báða bardagana. Manuwa er gríðarlega höggþungur en þykir ekki eins góður glímumaður. Ætli hann sér að sigra þennan bardaga þarf hann að halda bardaganum standandi. Manuwa byrjaði seint að æfa MMA og komst nokkrum sinnum í kast við lögin vegna slagsmála og þjófnaðar á sínum yngri árum. Í dag hefur hann, líkt og Gustafsson, algjörlega snúið við blaðinu og hjálpar nú krökkum af götunni. Manuwa er ósigraður en hann hefur aldrei farið í dómaraákvörðun. 13 af 14 bardögum hans hafa endað með rothöggi eða tæknilegu rothöggi. Hann mætir nú sínum lang sterkasta andstæðingi til þessa og það verður spennandi að sjá hvernig hann stenst þessa prófraun.Spá MMA frétta: Gustafsson reynist of stór biti fyrir Manuwa. Gustafsson sigrar eftir hengingu í 3. lotu.Michael Johnson (14-8) gegn Melvin Guillard (31-12-2) – léttvigt (-70 kg) Þessir tveir fyrrum æfingarfélagar mætast í næst síðasta bardaga kvöldsins. Þessi gæti hæglega orðið besti bardagi kvöldsins! Upphaflega átti Melvin Guillard að mæta Ross Pearson en Pearson þurfti að hætta við bardagann vegna meiðsla.Michael Johnson hefur stórbætt sig á síðustu 12 mánuðum og litið virkilega vel út í síðustu tveimur bardögum. Eftir að hafa hafnað í öðru sæti í 12. seríu The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttarins hefur árangur hans í UFC verið misjafn. Sex sigrar og fjögur töp er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Johnson sýndi í sigri á Joe Lauzon að það býr meira í honum en fólk taldi. Hann hefur bætt boxið sitt verulega og það sást í sigri á Gleison Tibau eftir rothögg. Johnson var áður einhæfur glímumaður en hefur nú vakið athygli fyrir skemmtilega bardaga og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til leiks á laugardaginn. Melvin Guillard er einkennilegur fýr. Þetta er maður sem virðist hafa alla hæfileika í heiminum til að ná langt í íþróttinni en hausinn er einfaldlega ekki rétt skrúfaður á. Hann flakkar milli bardagaklúbba og þykir erfiður í samskiptum. Þrátt fyrir að vera aðeins 30 ára er hann með 47 bardaga að baki. Hann er gríðarlega höggþungur og hefur sigrað 20 bardaga með rothöggi. Á þessum langa ferli virðist hann ekki hafa náð að laga sinn helsta veikleika sem er gólfglíman. Guillard hefur tapað eftir uppgjafartak í níu skipti og mun sennilega aldrei komast nálægt titilbardaga í UFC.Spá MMA frétta: Það getur allt gerst í bardaga hjá Guillard. Hann gæti rotað Johnson eftir 30 sekúndur en líka tapað eftir hengingu snemma í fyrstu lotu. Guillard rotar Johnson í fyrstu lotu, þvert gegn spám veðbanka.Brad Pickett (23-8) gegn Neil Seery (13-9) – fluguvigt (-57 kg) Upphaflega átti Brad Pickett að mæta Ian McCall en eins og svo oft áður þurfti McCall að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Pickett mætir þess í stað UFC nýliðanum Neil Seery. Brad Pickett er vinsæll bardagamaður og sérstaklega á heimaslóðunum í Bretlandi. Hann fer nú niður um þyngdarflokk í fluguvigtina en hann hefur lengst af barist í bantamvigtinni. Pickett er góður alls staðar en er helst þekktur fyrir gott box. Hann er gríðarlega skemmtilegur bardagamaður og eru allir bardagar hans frábær skemmtun en hann hefur fjórum sinnum hlotið bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Það er ekki að ástæðulausu að Pickett er einn af uppáhalds bardagamönnum Dana White, forseta UFC. Hver er þessi Neil Seery? Neil Seery er 36 ára nýliði í UFC og fær hér tækifæri lífs síns. Eftir að Ian McCall meiddist var skortur á mögulegum andstæðingum fyrir Pickett og því þurfti UFC að semja við Seery. Seery er, eins og Pickett, með bakgrunn í boxi og því ætti þessi bardagi að fara að mestu leiti fram standandi. Bardagaskorið hans er ekkert sérstakt en það verður að taka tillit til þess að hann er ósigraður í fluguvigtinni og barðist lengi vel nokkrum þyngdarflokkum fyrir ofan sig.Spá MMA frétta: Pickett er of góður til að tapa gegn nýliða og sigrar með rothöggi í annarri lotu. Gunnar Nelson gegn Omari AkhmedovGunnar og Omari andspænis hvor öðrumVísir/GettyGunnar Nelson (11-0-1) gegn Omari Akhmedov (12-1) – veltivigt (-77 kg) Íslendingar eru eðlilega lang spenntastir fyrir þessum bardaga. Þetta er aðal bardagi kvöldsins í hjörtum Íslendinga. Gunnar Nelson þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann er ósigraður í MMA og hefur sigrað 11 bardaga í röð eftir jafntefli í sínum fyrsta bardaga. Gunnar er feikilega sterkur gólfglímumaður og hefur sigrað sjö bardaga með uppgjafartaki. Omari Akhmedov er sömuleiðis góður glímumaður en ekki á sama getustigi og Gunnar. Akhmedov er villtur og gríðarlega höggþungur andstæðingur. Hann hefur sigrað sex bardaga eftir rothögg og fjóra eftir uppgjafartak. Akhmedov kemur frá Dagestan í Rússlandi en mikill fjöldi bardagamanna hafa komið í UFC frá Dagestan og öðrum héröðum í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Enginn af rússnesku bardagamönnunum frá þessu svæði hafa tapað í UFC. Veðbankarnir telja Gunnar sigurstranglegri og verður að koma í ljós á laugardaginn hvort þeir hafi rétt fyrir sér eður ei.Spá MMA frétta: Gunnar kýlir Akhmedov niður í 2. lotu og fylgir því eftir með hengingu á gólfinu. Hægt er að lesa nánari útlistun á öllum bardögum kvöldsins hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00 Heimurinn mun sjá betri Gunnar Nelson en áður Fjölmiðlar í Lundúnum eru gríðarlega spenntir fyrir bardögum helgarinnar í UFC og Gunnar Nelson fær svo sannarlega sinn skerf af athyglinni. 6. mars 2014 12:00 Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá. 7. mars 2014 10:48 Gunnar Nelson í Flappy Wings og tekur létta æfingu | Myndband Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram á laugardagskvöldið í O2 höllinni í London og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 7. mars 2014 00:40 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Annað kvöld fer fram eitt stærsta bardagakvöld í sögu Íslands en þá mætir Gunnar Nelson aftur í búrið. Gunnar berst gegn Omari Akhmedov en bardagi þeirra er fyrsti bardaginn á aðal hluta bardagakvöldsins. Á bardagakvöldinu eru 10 frábærir bardagar en hér eru fjórir aðal bardagar kvöldsins.Alexander Gustafsson (15-2) gegn Jimi Manuwa (14-0-0) – léttþungavigt (-93 kg) Í aðalbardaga kvöldsins mætir Svíinn Alexander Gustafsson heimamanninum Jimi Manuwa. Upphaflega átti Gustafsson að mæta Antonio Rógerio Nogueira (Lil Nog) en hann meiddist eins og svo oft áður og því steig Jimi Manuwa upp. Alexander Gustafsson er einn af bestu léttþungavigtarmönnum heims um þessar mundir. Gustafsson barðist síðast gegn meistaranum Jon Jones og var bardaginn einn besti bardagi síðasta árs. Ekki bjuggust margir við að Gustafsson ætti mikla möguleika í Jones en Gustafsson sýndi og sannaði að hann er frábær bardagamaður. Bardaginn var gríðarlega jafn en á endanum sigraði Jones eftir dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga. Gustafsson æfði box frá 10 ára aldri þar til hann snéri sér að MMA. Hann var einn af fremstu boxurum Svíðþjóðs og varð meistari á landsvísu í Ólympískum hnefaleikum. Gustafsson var vandræðagemsi á sínum yngri árum og átti til að lenda í slagsmálum úti á götu. Eftir að hafa setið inni 18 ára gamall ákvað hann að snúa við blaðinu. Hann hlutti úr heimabæ sínum og setti stefnuna á að verða atvinnumaður í MMA. Það hefur gengið eftir þar sem hann er einn fremsti léttþungavigtarmaður heims í dag. Bæði töpin hans hafa komið í UFC, annað gegn Phil Davis og hitt gegn Jon Jones. Phil Davis er framúrskarandi glímumaður og sigraði Gustafsson með hengingu í fyrstu lotu. Eftir bardagann ákvað Gustafsson að æfa með Davis til að læra af glímumeistaranum. Í dag eru þeir góðir vinir og hefur Gustafsson tekið miklum framförum í glímunni. Hann er til að mynda eini maðurinn sem hefur náð að taka meistarann Jon Jones niður. Jimi Manuwa fæddist í Nígeríu en flutti tveggja ára til Englands. Þessi 34 ára Breti kom inn með hvelli í UFC þegar hann sigraði Kyle Kingsbury sannfærandi. Hann hefur síðan þá sigrað tvo bardaga í UFC með fremur óvenjulegum hætti. Báðir andstæðingar hans hafa meiðst á fæti og þurft að hætta í miðjum bardaga. Manuwa var þrátt fyrir það að vinna báða bardagana. Manuwa er gríðarlega höggþungur en þykir ekki eins góður glímumaður. Ætli hann sér að sigra þennan bardaga þarf hann að halda bardaganum standandi. Manuwa byrjaði seint að æfa MMA og komst nokkrum sinnum í kast við lögin vegna slagsmála og þjófnaðar á sínum yngri árum. Í dag hefur hann, líkt og Gustafsson, algjörlega snúið við blaðinu og hjálpar nú krökkum af götunni. Manuwa er ósigraður en hann hefur aldrei farið í dómaraákvörðun. 13 af 14 bardögum hans hafa endað með rothöggi eða tæknilegu rothöggi. Hann mætir nú sínum lang sterkasta andstæðingi til þessa og það verður spennandi að sjá hvernig hann stenst þessa prófraun.Spá MMA frétta: Gustafsson reynist of stór biti fyrir Manuwa. Gustafsson sigrar eftir hengingu í 3. lotu.Michael Johnson (14-8) gegn Melvin Guillard (31-12-2) – léttvigt (-70 kg) Þessir tveir fyrrum æfingarfélagar mætast í næst síðasta bardaga kvöldsins. Þessi gæti hæglega orðið besti bardagi kvöldsins! Upphaflega átti Melvin Guillard að mæta Ross Pearson en Pearson þurfti að hætta við bardagann vegna meiðsla.Michael Johnson hefur stórbætt sig á síðustu 12 mánuðum og litið virkilega vel út í síðustu tveimur bardögum. Eftir að hafa hafnað í öðru sæti í 12. seríu The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttarins hefur árangur hans í UFC verið misjafn. Sex sigrar og fjögur töp er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Johnson sýndi í sigri á Joe Lauzon að það býr meira í honum en fólk taldi. Hann hefur bætt boxið sitt verulega og það sást í sigri á Gleison Tibau eftir rothögg. Johnson var áður einhæfur glímumaður en hefur nú vakið athygli fyrir skemmtilega bardaga og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til leiks á laugardaginn. Melvin Guillard er einkennilegur fýr. Þetta er maður sem virðist hafa alla hæfileika í heiminum til að ná langt í íþróttinni en hausinn er einfaldlega ekki rétt skrúfaður á. Hann flakkar milli bardagaklúbba og þykir erfiður í samskiptum. Þrátt fyrir að vera aðeins 30 ára er hann með 47 bardaga að baki. Hann er gríðarlega höggþungur og hefur sigrað 20 bardaga með rothöggi. Á þessum langa ferli virðist hann ekki hafa náð að laga sinn helsta veikleika sem er gólfglíman. Guillard hefur tapað eftir uppgjafartak í níu skipti og mun sennilega aldrei komast nálægt titilbardaga í UFC.Spá MMA frétta: Það getur allt gerst í bardaga hjá Guillard. Hann gæti rotað Johnson eftir 30 sekúndur en líka tapað eftir hengingu snemma í fyrstu lotu. Guillard rotar Johnson í fyrstu lotu, þvert gegn spám veðbanka.Brad Pickett (23-8) gegn Neil Seery (13-9) – fluguvigt (-57 kg) Upphaflega átti Brad Pickett að mæta Ian McCall en eins og svo oft áður þurfti McCall að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Pickett mætir þess í stað UFC nýliðanum Neil Seery. Brad Pickett er vinsæll bardagamaður og sérstaklega á heimaslóðunum í Bretlandi. Hann fer nú niður um þyngdarflokk í fluguvigtina en hann hefur lengst af barist í bantamvigtinni. Pickett er góður alls staðar en er helst þekktur fyrir gott box. Hann er gríðarlega skemmtilegur bardagamaður og eru allir bardagar hans frábær skemmtun en hann hefur fjórum sinnum hlotið bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Það er ekki að ástæðulausu að Pickett er einn af uppáhalds bardagamönnum Dana White, forseta UFC. Hver er þessi Neil Seery? Neil Seery er 36 ára nýliði í UFC og fær hér tækifæri lífs síns. Eftir að Ian McCall meiddist var skortur á mögulegum andstæðingum fyrir Pickett og því þurfti UFC að semja við Seery. Seery er, eins og Pickett, með bakgrunn í boxi og því ætti þessi bardagi að fara að mestu leiti fram standandi. Bardagaskorið hans er ekkert sérstakt en það verður að taka tillit til þess að hann er ósigraður í fluguvigtinni og barðist lengi vel nokkrum þyngdarflokkum fyrir ofan sig.Spá MMA frétta: Pickett er of góður til að tapa gegn nýliða og sigrar með rothöggi í annarri lotu. Gunnar Nelson gegn Omari AkhmedovGunnar og Omari andspænis hvor öðrumVísir/GettyGunnar Nelson (11-0-1) gegn Omari Akhmedov (12-1) – veltivigt (-77 kg) Íslendingar eru eðlilega lang spenntastir fyrir þessum bardaga. Þetta er aðal bardagi kvöldsins í hjörtum Íslendinga. Gunnar Nelson þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hann er ósigraður í MMA og hefur sigrað 11 bardaga í röð eftir jafntefli í sínum fyrsta bardaga. Gunnar er feikilega sterkur gólfglímumaður og hefur sigrað sjö bardaga með uppgjafartaki. Omari Akhmedov er sömuleiðis góður glímumaður en ekki á sama getustigi og Gunnar. Akhmedov er villtur og gríðarlega höggþungur andstæðingur. Hann hefur sigrað sex bardaga eftir rothögg og fjóra eftir uppgjafartak. Akhmedov kemur frá Dagestan í Rússlandi en mikill fjöldi bardagamanna hafa komið í UFC frá Dagestan og öðrum héröðum í Norður-Kákasus svæðinu í Rússlandi. Enginn af rússnesku bardagamönnunum frá þessu svæði hafa tapað í UFC. Veðbankarnir telja Gunnar sigurstranglegri og verður að koma í ljós á laugardaginn hvort þeir hafi rétt fyrir sér eður ei.Spá MMA frétta: Gunnar kýlir Akhmedov niður í 2. lotu og fylgir því eftir með hengingu á gólfinu. Hægt er að lesa nánari útlistun á öllum bardögum kvöldsins hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00 Heimurinn mun sjá betri Gunnar Nelson en áður Fjölmiðlar í Lundúnum eru gríðarlega spenntir fyrir bardögum helgarinnar í UFC og Gunnar Nelson fær svo sannarlega sinn skerf af athyglinni. 6. mars 2014 12:00 Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá. 7. mars 2014 10:48 Gunnar Nelson í Flappy Wings og tekur létta æfingu | Myndband Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram á laugardagskvöldið í O2 höllinni í London og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 7. mars 2014 00:40 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Fjórir bardagakappar sem vert er að fylgjast með á laugardaginn Margir aðrir frábærir bardagamenn berjast á laugardaginn þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. 4. mars 2014 23:00
Heimurinn mun sjá betri Gunnar Nelson en áður Fjölmiðlar í Lundúnum eru gríðarlega spenntir fyrir bardögum helgarinnar í UFC og Gunnar Nelson fær svo sannarlega sinn skerf af athyglinni. 6. mars 2014 12:00
Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá. 7. mars 2014 10:48
Gunnar Nelson í Flappy Wings og tekur létta æfingu | Myndband Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram á laugardagskvöldið í O2 höllinni í London og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 7. mars 2014 00:40