Farþegavél hvarf af ratsjá 8. mars 2014 13:44 Fólk býr sig undir það versta. vísir/afp Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira