Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London.
Gunnari leið mjög vel í búrinu og fann ekkert fyrir stirðleika eftir fjarveruna. Gunnar vissi þegar hann hélt utan um hálsinn hans að hann væri með henginguna.
Gunnar meiddi sig lítillega í hnénu og er bólginn en hefur áhuga á að berjast næst í Dublin 19. júlí. Gunnar náði að verjast flestum höggum Akhmedov en fann fyrir spörkunum. Hann var að vonum ánægður með 50 þúsund dollara bónusinn.
