Krefjast þess að Gunnar Bragi biðjist afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2014 13:53 Ítreka að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla. visir/afp/gva Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni. Úkraína Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ungir Evrópusinnar hafa sent frá sér ályktun í tilefni af skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Fram kemur í ályktuninni að ungir Evrópusinnar krefjast þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Alþingi í gær. Gunnar Bragi leiddi líkur að því á Alþingi í gær að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja og minna Ungir Evrópusinnar á að orð hafi afleiðingar. Hætta er á að slík óbilgirni í garð nágranna okkar leiði til enn frekari einangrunar Íslands og tilheyrandi fólksflótta og spekileka.“ Ungir Evrópusinnar telja að skýrsla Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands ekki til þess fallna að skapa sátt um málið í samfélaginu. Fram kemur í ályktuninni að viðbrögð stjórnmálamanna, hagsmunaaðila og leiðarskrifara dagblaðanna sýna það svart á hvítu. „Skýrslan gefur fá fullnægjandi svör um niðurstöður í tveimur veigamestu köflum aðildarviðræðnanna, sjávarútvegi og landbúnaði. Því sé nauðsynlegra en ella að halda viðræðunum áfram, fá niðurstöður úr þeim köflum sem eftir standa og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.“ Einnig er ítrekað að nauðsynlegt sé að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Það sé eina leiðin til að höggva á hnút samfélagsumræðunnar og ljúka málinu í sátt á milli stjórnmálamanna og almennings. „Evrópusambandsaðild er eitt stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og því fyrir öllu að málið hljóti yfirvegaða og sanngjarna meðferð,“ segir í ályktuninni.
Úkraína Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira