Segir ríkisstjórnina taka málstað einræðisherra og drullusokka Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2014 10:50 Árni Páll segir ótrúlegt að sjá íslenska ráðamenn vera komna svo langt frá Norðurlöndunum í hugsun. Vísir/gva/afp Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi hann meðal annars um Evrópumálin og orð Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, á þinginu í vikunni þegar hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Gunnar Bragi talaði um að Evrópusambandið bæri ábyrgð á ástandinu í Úkraínu sem er með ólíkindum. Einu mennirnir sem halda þessu fram á alþjóða vettvangi eru Pútín Rússlandsforseti, og sendisveinar hans. Það er ótrúlegt að sjá íslenska ráðamenn vera komna svo langt frá Norðurlöndunum í hugsun að þeir haldi svona fram. Ef ríkisstjórnin er orðin svona skökk í hausnum að hún taki málsstað einræðisherra og drullusokka vítt og breitt um heiminn frekar en að standa með okkar nágrannaþjóðum og skynja hvað þær eru að hugsa, þá erum við í vondum málum,“ sagði Árni Páll í morgun.Vladímír Pútín Rússlandsforseti.Vísir/GettyÁrni Páll segir að Framsóknarflokkurinn tali einungis fyrir hagsmunahópum sem græða á því að lifa í höftum. „Evrópumálin eru fyrst og fremst ekki sérmál Samfylkingarinnar heldur miklu stærra mál sem varðar alla þjóðina,“ sagði Árni Páll. Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kom út í vikunni og segir Árni Páll að það komi hvergi fram í skýrslunni að nauðsynlegt sé að hætta viðræðum. Hann segir að ríkisstjórnin kjósi að túlka skýrsluna á þann veg að það sé óhjákvæmilegt að loka þessum dyrum. „Þetta mál snýst um umgjörð Íslands og hvernig við ætlum að vera með sambærileg kjör með öðrum þjóðum. Nýju sprotafyrirtækin í dag eru nánast öll skráð annarsstaðar en á Íslandi. Framsóknarmönnum tókst fyrir síðustu kosningar að láta umræður snúast um eitthvað allt annað en þessi grundvallaratriði. Við sitjum eftir núna með EES samning sem er ekki að virka og erum við enn í höftum. Ef ríkisstjórnin ætlar að loka þessum dyrum án þess að vera með aðrar jafn góðar opnar fyrir íslenska hagsmuni, þá er hún að vinna gegn þjóðarhagsmunum.“ Árna Páli fannst ræða utanríkisráðherra í vikunni vægast sagt athyglisverð.Sérstaklega valið til að valda hámarks tjóni „Ég gat ekki betur séð en að orðavalið sem var notað í þeirri ræðu hafi verið sérstaklega valið til þess að valda hámarks tjóni og þar sagði Gunnar Bragi hluti sem voru svo ótrúlegir að maður bara hristir hausinn.“ Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi einnig orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, í síðustu viku. „Hann úthúðaði Lífeyrissjóðunum fyrir það að vera fjárfesta í fyrirtækum því þau eru að keppa við vini hans og grafa undan hans valdastöðu og hans vina. Hann úthúðar Seðlabanka Íslands því hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir, það má enginn taka sjálfstæðar ákvarðanir. Hann úthúðar einnig forystumönnum í atvinnulífinu því þeir vilja opna landið. Við sem þjóð höfum aðra hagsmuni heldur en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins.“Ekkert segir í skýrslunni um að slíta viðræðunum Árni segir það vera alveg ljóst að það standi í skýrslunni að ferlið hafi verið stöðvað of snemma og það hafi ekki fengist svör við því hvað okkur býðst. „Eina leiðin til að leysa þann vanda er að halda áfram með viðræðurnar. Ég trúi því samt ekki fyrir en ég tek á því að aðildarviðræðunum verði strax slitið í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að slíta þessum viðræðum nema með aðkomu þingsins. Samfylkingin ber auðvitað ábyrgð á því að ná ekki að mynda nægilega mikla samstöðu um Evrópumálin á síðasta kjörtímabili. Síðasta kjörtímabil einkenndist af miklum átökum og það var ákveðið vandamál. Þetta veitir samt engum öðrum heimild fyrir því að skemma þetta ferli.“ Úkraína Tengdar fréttir „Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að nafn hans sé tengt við umræðu um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar. Honum þykja ummæli ráðamanna ekki ná nokkurri átt. 20. febrúar 2014 15:44 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 „Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, mætti í Harmageddon í morgun og ræddi væntanleg sambandslit við ESB. 21. febrúar 2014 10:33 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi hann meðal annars um Evrópumálin og orð Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, á þinginu í vikunni þegar hann leiddi líkur að því að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusambandsins. „Gunnar Bragi talaði um að Evrópusambandið bæri ábyrgð á ástandinu í Úkraínu sem er með ólíkindum. Einu mennirnir sem halda þessu fram á alþjóða vettvangi eru Pútín Rússlandsforseti, og sendisveinar hans. Það er ótrúlegt að sjá íslenska ráðamenn vera komna svo langt frá Norðurlöndunum í hugsun að þeir haldi svona fram. Ef ríkisstjórnin er orðin svona skökk í hausnum að hún taki málsstað einræðisherra og drullusokka vítt og breitt um heiminn frekar en að standa með okkar nágrannaþjóðum og skynja hvað þær eru að hugsa, þá erum við í vondum málum,“ sagði Árni Páll í morgun.Vladímír Pútín Rússlandsforseti.Vísir/GettyÁrni Páll segir að Framsóknarflokkurinn tali einungis fyrir hagsmunahópum sem græða á því að lifa í höftum. „Evrópumálin eru fyrst og fremst ekki sérmál Samfylkingarinnar heldur miklu stærra mál sem varðar alla þjóðina,“ sagði Árni Páll. Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kom út í vikunni og segir Árni Páll að það komi hvergi fram í skýrslunni að nauðsynlegt sé að hætta viðræðum. Hann segir að ríkisstjórnin kjósi að túlka skýrsluna á þann veg að það sé óhjákvæmilegt að loka þessum dyrum. „Þetta mál snýst um umgjörð Íslands og hvernig við ætlum að vera með sambærileg kjör með öðrum þjóðum. Nýju sprotafyrirtækin í dag eru nánast öll skráð annarsstaðar en á Íslandi. Framsóknarmönnum tókst fyrir síðustu kosningar að láta umræður snúast um eitthvað allt annað en þessi grundvallaratriði. Við sitjum eftir núna með EES samning sem er ekki að virka og erum við enn í höftum. Ef ríkisstjórnin ætlar að loka þessum dyrum án þess að vera með aðrar jafn góðar opnar fyrir íslenska hagsmuni, þá er hún að vinna gegn þjóðarhagsmunum.“ Árna Páli fannst ræða utanríkisráðherra í vikunni vægast sagt athyglisverð.Sérstaklega valið til að valda hámarks tjóni „Ég gat ekki betur séð en að orðavalið sem var notað í þeirri ræðu hafi verið sérstaklega valið til þess að valda hámarks tjóni og þar sagði Gunnar Bragi hluti sem voru svo ótrúlegir að maður bara hristir hausinn.“ Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi einnig orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, í síðustu viku. „Hann úthúðaði Lífeyrissjóðunum fyrir það að vera fjárfesta í fyrirtækum því þau eru að keppa við vini hans og grafa undan hans valdastöðu og hans vina. Hann úthúðar Seðlabanka Íslands því hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir, það má enginn taka sjálfstæðar ákvarðanir. Hann úthúðar einnig forystumönnum í atvinnulífinu því þeir vilja opna landið. Við sem þjóð höfum aðra hagsmuni heldur en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins.“Ekkert segir í skýrslunni um að slíta viðræðunum Árni segir það vera alveg ljóst að það standi í skýrslunni að ferlið hafi verið stöðvað of snemma og það hafi ekki fengist svör við því hvað okkur býðst. „Eina leiðin til að leysa þann vanda er að halda áfram með viðræðurnar. Ég trúi því samt ekki fyrir en ég tek á því að aðildarviðræðunum verði strax slitið í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að slíta þessum viðræðum nema með aðkomu þingsins. Samfylkingin ber auðvitað ábyrgð á því að ná ekki að mynda nægilega mikla samstöðu um Evrópumálin á síðasta kjörtímabili. Síðasta kjörtímabil einkenndist af miklum átökum og það var ákveðið vandamál. Þetta veitir samt engum öðrum heimild fyrir því að skemma þetta ferli.“
Úkraína Tengdar fréttir „Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að nafn hans sé tengt við umræðu um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar. Honum þykja ummæli ráðamanna ekki ná nokkurri átt. 20. febrúar 2014 15:44 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 „Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, mætti í Harmageddon í morgun og ræddi væntanleg sambandslit við ESB. 21. febrúar 2014 10:33 Evrópuskýrslan til umræðu á Alþingi í dag Þingfundur hefst kl. 15. 19. febrúar 2014 10:56 „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Fræðimenn eru ekki vandamálið - frekar stjórnmálamennirnir“ Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að nafn hans sé tengt við umræðu um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar. Honum þykja ummæli ráðamanna ekki ná nokkurri átt. 20. febrúar 2014 15:44
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
„Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, mætti í Harmageddon í morgun og ræddi væntanleg sambandslit við ESB. 21. febrúar 2014 10:33
„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Forsætisráðherra sagði, á Alþingi í morgun, að sjálfsagt væri ræða Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ þegar hún verður tilbúin. Hann bætti við: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ 20. febrúar 2014 11:35