Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 11:12 MYND/BJÖRN INGI BJARNASON/Pjetur Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan. Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan.
Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00