Svissneska leiðin til sátta Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 25. febrúar 2014 13:29 VÍSIR/GVA Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“ ESB-málið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“
ESB-málið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira