Svissneska leiðin til sátta Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 25. febrúar 2014 13:29 VÍSIR/GVA Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“ ESB-málið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“
ESB-málið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira