Keflvíkingar upp í toppsætið - úrslit kvöldsins í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 20:53 Michael Craion hjá Keflavík. Vísir/Stefán Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14. Dominos-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14.
Dominos-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira