Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-HK | Eyjamenn upp í 2. sætið eftir stórsigur Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. febrúar 2014 13:00 Vísir/Daníel Eyjamenn eru komnir upp í annað sætið í Olís-deild karla eftir átta marka sigur á botnliði HK, 25-17, í Vestmannaeyjum í dag en þetta var lokaleikur 12. umferðar deildarinnar. HK er langneðst í deildinni, er bara með 3 stig í 12 leikjum og hefur nú tapað öllum sex útileikjum sínum á leiktíðinni. Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron Hostert skoruðu báðir fimm mörk fyrir ÍBV og markverðirnir, Kolbeinn Aron Ingibjargarson (12/1 varin skot, 48%) og Henrik Vikan Eidsvag (7/1 varin skot, 64%) vörðu báðir mjög vel. Tryggvi Þór Tryggvason og Garðar Svansson voru markahæstir hjá HK með fjögur mörk hvort.Leikurinn var í miklu jafnvægi í byrjun en það var aðallega vegna þess að markmenn liðanna vörðu gríðarlega vel. Jafnt var á öllum tölum upp í 4-4 en þá skildust leiðir. Heimamenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og komust í þriggja marka forystu sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn og náðu að bæta við einu marki fyrir hlé, staðan var því 11-7 í hálfleik. Björn Ingi Friðþjófsson varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast, hann var langbesti leikmaður HK og ástæðan fyrir því að liðið tapaði ekki með fleiri mörkum. Markverðir Eyjamanna voru einnig frábærir og varði Kolbeinn Aron 48% skota sem hann fékk á sig eða 12 skot. Henrik Vikan Eidsvag var að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og varði 7 bolta á þeim tíu mínútum sem hann spilaði. Í seinni hálfleik léku Eyjamenn á alls oddi og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan að HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Kolbeini í markinu. Eyjamenn skoruðu fimm mörk í röð og komu sér tíu mörkum yfir í 20-10. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir sauð upp úr en þá fór Davíð Ágústsson mjög harkalega í Agnar Smára Jónsson sem brást vægast sagt illa við og fór rakleiðis að Davíð og húðskammaði hann. Dómarar leiksins gerðu það eina rétta í stöðunni og vísuðu leikmönnunum útaf með rautt spjald. Þetta átti ekki eftir a hafa nein áhrif á leikinn en lokastaðan var eins og áður segir 25-17 heimamönnum í vil.Samúel Ívar Árnason: Harður leikur milli tveggja sterkra liða „Mér fannst þetta vera harður leikur milli tveggja liða sem vildu leggja allt í sölurnar, þeir voru með betri nýtingu úr færunum í dag heldur en við og það var það sem skildi liðin að í dag,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir tap sinna manna í dag. „Það er gaman að fá þá inn, algjört lykilatriði eiginlega. Hákon kveikir í mönnum við hliðina á sér og Vilhelm er frábær leikmaður,“ sagði Samúel um Vilhelm Gauta og Hákon Bridde sem eru nýju mennirnir í HK-liðinu. „Ég sé atvikið ekki nógu vel, en menn í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við. Mér fannst þetta bara vera harkaleg tækling en ekkert meira en það,“ sagði Samúel svo um brotið sem átti sér stað undir lokin þegar Agnar Smári Jónsson og Davíð Ágústsson áttust við.Gunnar Magnússon: Getum ekki kvartað undan markvörslu í dag „Það er gott að byrja svona vel eftir langa pásu, við erum búnir að æfa vel og það er gott að fá Róbert aftur inn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna eftir sannfærandi sigur sinna manna á heimavelli í dag. „Henrik fékk tíu mínútur í dag og stóð sig vel, Kolbeinn var frábær, við getum ekki kvartað undan markvörslunni í dag,“ sagði Gunnar um markmennina sína í dag. Haukur Jónsson hefur einnig spilað mikið í vetur og segir Gunnar mikla samkeppni vera um markvarðarstöðuna. „Framarar eru sterkir, þetta er erfiður útivöllur. Þeir hafa hrikalega gott lið og þetta verður erfiður leikur og okkur hlakkar til,“ sagði Gunnar að lokum um næsta leik gegn Fram í Safamýrinni. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Eyjamenn eru komnir upp í annað sætið í Olís-deild karla eftir átta marka sigur á botnliði HK, 25-17, í Vestmannaeyjum í dag en þetta var lokaleikur 12. umferðar deildarinnar. HK er langneðst í deildinni, er bara með 3 stig í 12 leikjum og hefur nú tapað öllum sex útileikjum sínum á leiktíðinni. Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron Hostert skoruðu báðir fimm mörk fyrir ÍBV og markverðirnir, Kolbeinn Aron Ingibjargarson (12/1 varin skot, 48%) og Henrik Vikan Eidsvag (7/1 varin skot, 64%) vörðu báðir mjög vel. Tryggvi Þór Tryggvason og Garðar Svansson voru markahæstir hjá HK með fjögur mörk hvort.Leikurinn var í miklu jafnvægi í byrjun en það var aðallega vegna þess að markmenn liðanna vörðu gríðarlega vel. Jafnt var á öllum tölum upp í 4-4 en þá skildust leiðir. Heimamenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og komust í þriggja marka forystu sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn og náðu að bæta við einu marki fyrir hlé, staðan var því 11-7 í hálfleik. Björn Ingi Friðþjófsson varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast, hann var langbesti leikmaður HK og ástæðan fyrir því að liðið tapaði ekki með fleiri mörkum. Markverðir Eyjamanna voru einnig frábærir og varði Kolbeinn Aron 48% skota sem hann fékk á sig eða 12 skot. Henrik Vikan Eidsvag var að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og varði 7 bolta á þeim tíu mínútum sem hann spilaði. Í seinni hálfleik léku Eyjamenn á alls oddi og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan að HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Kolbeini í markinu. Eyjamenn skoruðu fimm mörk í röð og komu sér tíu mörkum yfir í 20-10. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir sauð upp úr en þá fór Davíð Ágústsson mjög harkalega í Agnar Smára Jónsson sem brást vægast sagt illa við og fór rakleiðis að Davíð og húðskammaði hann. Dómarar leiksins gerðu það eina rétta í stöðunni og vísuðu leikmönnunum útaf með rautt spjald. Þetta átti ekki eftir a hafa nein áhrif á leikinn en lokastaðan var eins og áður segir 25-17 heimamönnum í vil.Samúel Ívar Árnason: Harður leikur milli tveggja sterkra liða „Mér fannst þetta vera harður leikur milli tveggja liða sem vildu leggja allt í sölurnar, þeir voru með betri nýtingu úr færunum í dag heldur en við og það var það sem skildi liðin að í dag,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir tap sinna manna í dag. „Það er gaman að fá þá inn, algjört lykilatriði eiginlega. Hákon kveikir í mönnum við hliðina á sér og Vilhelm er frábær leikmaður,“ sagði Samúel um Vilhelm Gauta og Hákon Bridde sem eru nýju mennirnir í HK-liðinu. „Ég sé atvikið ekki nógu vel, en menn í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við. Mér fannst þetta bara vera harkaleg tækling en ekkert meira en það,“ sagði Samúel svo um brotið sem átti sér stað undir lokin þegar Agnar Smári Jónsson og Davíð Ágústsson áttust við.Gunnar Magnússon: Getum ekki kvartað undan markvörslu í dag „Það er gott að byrja svona vel eftir langa pásu, við erum búnir að æfa vel og það er gott að fá Róbert aftur inn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna eftir sannfærandi sigur sinna manna á heimavelli í dag. „Henrik fékk tíu mínútur í dag og stóð sig vel, Kolbeinn var frábær, við getum ekki kvartað undan markvörslunni í dag,“ sagði Gunnar um markmennina sína í dag. Haukur Jónsson hefur einnig spilað mikið í vetur og segir Gunnar mikla samkeppni vera um markvarðarstöðuna. „Framarar eru sterkir, þetta er erfiður útivöllur. Þeir hafa hrikalega gott lið og þetta verður erfiður leikur og okkur hlakkar til,“ sagði Gunnar að lokum um næsta leik gegn Fram í Safamýrinni.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira