Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-HK | Eyjamenn upp í 2. sætið eftir stórsigur Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 1. febrúar 2014 13:00 Vísir/Daníel Eyjamenn eru komnir upp í annað sætið í Olís-deild karla eftir átta marka sigur á botnliði HK, 25-17, í Vestmannaeyjum í dag en þetta var lokaleikur 12. umferðar deildarinnar. HK er langneðst í deildinni, er bara með 3 stig í 12 leikjum og hefur nú tapað öllum sex útileikjum sínum á leiktíðinni. Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron Hostert skoruðu báðir fimm mörk fyrir ÍBV og markverðirnir, Kolbeinn Aron Ingibjargarson (12/1 varin skot, 48%) og Henrik Vikan Eidsvag (7/1 varin skot, 64%) vörðu báðir mjög vel. Tryggvi Þór Tryggvason og Garðar Svansson voru markahæstir hjá HK með fjögur mörk hvort.Leikurinn var í miklu jafnvægi í byrjun en það var aðallega vegna þess að markmenn liðanna vörðu gríðarlega vel. Jafnt var á öllum tölum upp í 4-4 en þá skildust leiðir. Heimamenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og komust í þriggja marka forystu sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn og náðu að bæta við einu marki fyrir hlé, staðan var því 11-7 í hálfleik. Björn Ingi Friðþjófsson varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast, hann var langbesti leikmaður HK og ástæðan fyrir því að liðið tapaði ekki með fleiri mörkum. Markverðir Eyjamanna voru einnig frábærir og varði Kolbeinn Aron 48% skota sem hann fékk á sig eða 12 skot. Henrik Vikan Eidsvag var að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og varði 7 bolta á þeim tíu mínútum sem hann spilaði. Í seinni hálfleik léku Eyjamenn á alls oddi og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan að HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Kolbeini í markinu. Eyjamenn skoruðu fimm mörk í röð og komu sér tíu mörkum yfir í 20-10. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir sauð upp úr en þá fór Davíð Ágústsson mjög harkalega í Agnar Smára Jónsson sem brást vægast sagt illa við og fór rakleiðis að Davíð og húðskammaði hann. Dómarar leiksins gerðu það eina rétta í stöðunni og vísuðu leikmönnunum útaf með rautt spjald. Þetta átti ekki eftir a hafa nein áhrif á leikinn en lokastaðan var eins og áður segir 25-17 heimamönnum í vil.Samúel Ívar Árnason: Harður leikur milli tveggja sterkra liða „Mér fannst þetta vera harður leikur milli tveggja liða sem vildu leggja allt í sölurnar, þeir voru með betri nýtingu úr færunum í dag heldur en við og það var það sem skildi liðin að í dag,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir tap sinna manna í dag. „Það er gaman að fá þá inn, algjört lykilatriði eiginlega. Hákon kveikir í mönnum við hliðina á sér og Vilhelm er frábær leikmaður,“ sagði Samúel um Vilhelm Gauta og Hákon Bridde sem eru nýju mennirnir í HK-liðinu. „Ég sé atvikið ekki nógu vel, en menn í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við. Mér fannst þetta bara vera harkaleg tækling en ekkert meira en það,“ sagði Samúel svo um brotið sem átti sér stað undir lokin þegar Agnar Smári Jónsson og Davíð Ágústsson áttust við.Gunnar Magnússon: Getum ekki kvartað undan markvörslu í dag „Það er gott að byrja svona vel eftir langa pásu, við erum búnir að æfa vel og það er gott að fá Róbert aftur inn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna eftir sannfærandi sigur sinna manna á heimavelli í dag. „Henrik fékk tíu mínútur í dag og stóð sig vel, Kolbeinn var frábær, við getum ekki kvartað undan markvörslunni í dag,“ sagði Gunnar um markmennina sína í dag. Haukur Jónsson hefur einnig spilað mikið í vetur og segir Gunnar mikla samkeppni vera um markvarðarstöðuna. „Framarar eru sterkir, þetta er erfiður útivöllur. Þeir hafa hrikalega gott lið og þetta verður erfiður leikur og okkur hlakkar til,“ sagði Gunnar að lokum um næsta leik gegn Fram í Safamýrinni. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Eyjamenn eru komnir upp í annað sætið í Olís-deild karla eftir átta marka sigur á botnliði HK, 25-17, í Vestmannaeyjum í dag en þetta var lokaleikur 12. umferðar deildarinnar. HK er langneðst í deildinni, er bara með 3 stig í 12 leikjum og hefur nú tapað öllum sex útileikjum sínum á leiktíðinni. Theodór Sigurbjörnsson og Róbert Aron Hostert skoruðu báðir fimm mörk fyrir ÍBV og markverðirnir, Kolbeinn Aron Ingibjargarson (12/1 varin skot, 48%) og Henrik Vikan Eidsvag (7/1 varin skot, 64%) vörðu báðir mjög vel. Tryggvi Þór Tryggvason og Garðar Svansson voru markahæstir hjá HK með fjögur mörk hvort.Leikurinn var í miklu jafnvægi í byrjun en það var aðallega vegna þess að markmenn liðanna vörðu gríðarlega vel. Jafnt var á öllum tölum upp í 4-4 en þá skildust leiðir. Heimamenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og komust í þriggja marka forystu sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn og náðu að bæta við einu marki fyrir hlé, staðan var því 11-7 í hálfleik. Björn Ingi Friðþjófsson varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast, hann var langbesti leikmaður HK og ástæðan fyrir því að liðið tapaði ekki með fleiri mörkum. Markverðir Eyjamanna voru einnig frábærir og varði Kolbeinn Aron 48% skota sem hann fékk á sig eða 12 skot. Henrik Vikan Eidsvag var að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og varði 7 bolta á þeim tíu mínútum sem hann spilaði. Í seinni hálfleik léku Eyjamenn á alls oddi og skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan að HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá Kolbeini í markinu. Eyjamenn skoruðu fimm mörk í röð og komu sér tíu mörkum yfir í 20-10. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir sauð upp úr en þá fór Davíð Ágústsson mjög harkalega í Agnar Smára Jónsson sem brást vægast sagt illa við og fór rakleiðis að Davíð og húðskammaði hann. Dómarar leiksins gerðu það eina rétta í stöðunni og vísuðu leikmönnunum útaf með rautt spjald. Þetta átti ekki eftir a hafa nein áhrif á leikinn en lokastaðan var eins og áður segir 25-17 heimamönnum í vil.Samúel Ívar Árnason: Harður leikur milli tveggja sterkra liða „Mér fannst þetta vera harður leikur milli tveggja liða sem vildu leggja allt í sölurnar, þeir voru með betri nýtingu úr færunum í dag heldur en við og það var það sem skildi liðin að í dag,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir tap sinna manna í dag. „Það er gaman að fá þá inn, algjört lykilatriði eiginlega. Hákon kveikir í mönnum við hliðina á sér og Vilhelm er frábær leikmaður,“ sagði Samúel um Vilhelm Gauta og Hákon Bridde sem eru nýju mennirnir í HK-liðinu. „Ég sé atvikið ekki nógu vel, en menn í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við. Mér fannst þetta bara vera harkaleg tækling en ekkert meira en það,“ sagði Samúel svo um brotið sem átti sér stað undir lokin þegar Agnar Smári Jónsson og Davíð Ágústsson áttust við.Gunnar Magnússon: Getum ekki kvartað undan markvörslu í dag „Það er gott að byrja svona vel eftir langa pásu, við erum búnir að æfa vel og það er gott að fá Róbert aftur inn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna eftir sannfærandi sigur sinna manna á heimavelli í dag. „Henrik fékk tíu mínútur í dag og stóð sig vel, Kolbeinn var frábær, við getum ekki kvartað undan markvörslunni í dag,“ sagði Gunnar um markmennina sína í dag. Haukur Jónsson hefur einnig spilað mikið í vetur og segir Gunnar mikla samkeppni vera um markvarðarstöðuna. „Framarar eru sterkir, þetta er erfiður útivöllur. Þeir hafa hrikalega gott lið og þetta verður erfiður leikur og okkur hlakkar til,“ sagði Gunnar að lokum um næsta leik gegn Fram í Safamýrinni.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira