Haukakonur mæta Snæfelli i bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2014 20:56 Lele Hardy var með tröllatvennu í kvöld. Vísir/Daníel Haukakonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á fráfarandi bikarmeisturum Keflavíkur, 76-66, í stórskemmtilegum og æsispennandi leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukakonur eru komnar í bikarúrslitin í níunda sinn en þær voru síðast í Höllinni fyrir fjórum árum. Haukar mæta Snæfelli í bikarúrslitaleiknum en Snæfell sló KR út í gær. Haukaliðið var með þrettán stiga forskot þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið náði að minnka muninn niður í þrjú stig. Haukakonur héldu hinsvegar út og lönduðu sigri og sæti í bikarúrslitaleiknum.Lele Hardy var með 26 stig og 29 fráköst fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 16 stig. Bryndís Guðmundsdóttir var með 25 stig og 13 fráköst fyrir Keflavíkurliðið, Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 stig og Di'Amber Johnson var með 13 stig í sínum fyrsta leik með Keflavíkurliðinu. Di'Amber Johnson kom inn í Keflavíkurliðið fyrir Porsche Landry sem var látin fara en féll nú í annað skiptið út úr bikarnum á tímabilinu því hún var leikmaður Hamars þegar Hvergerðingar voru slegnir út úr bikarkeppninni fyrir áramót. Keflavík byrjaði leikinn mun betur og var 22-15 yfir eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn niður í þrjú stig í hálfeik þar sem Keflavík var 36-33 yfir. Haukakonur snéru leiknum við með frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 25-11 og komst í 58-47 fyrir lokaleikhlutann. Haukaliðið var þrettán stigum yfir, 66-53, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið setti smá spennu í leikinn með því að ná 8-0 spretti og minnka muninn í fimm stig, 66-61. Lokamínúturnar voru æsispenandi. Di'Amber Johnson minnkaði muninn í þrjú stig, 69-66, þegar 70 sekúndur voru eftir en Keflavík var þá búið að ná 13-3 spretti. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé og endurstillti sínar stelpur sem kláruðu leikinn.Keflavík-Haukar 66-76 (22-15, 14-18, 11-25, 19-18)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/6 fráköst, Di'Amber Johnson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 1.Haukar: Lele Hardy 26/29 fráköst/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/7 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Haukakonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á fráfarandi bikarmeisturum Keflavíkur, 76-66, í stórskemmtilegum og æsispennandi leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukakonur eru komnar í bikarúrslitin í níunda sinn en þær voru síðast í Höllinni fyrir fjórum árum. Haukar mæta Snæfelli í bikarúrslitaleiknum en Snæfell sló KR út í gær. Haukaliðið var með þrettán stiga forskot þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið náði að minnka muninn niður í þrjú stig. Haukakonur héldu hinsvegar út og lönduðu sigri og sæti í bikarúrslitaleiknum.Lele Hardy var með 26 stig og 29 fráköst fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 16 stig. Bryndís Guðmundsdóttir var með 25 stig og 13 fráköst fyrir Keflavíkurliðið, Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 stig og Di'Amber Johnson var með 13 stig í sínum fyrsta leik með Keflavíkurliðinu. Di'Amber Johnson kom inn í Keflavíkurliðið fyrir Porsche Landry sem var látin fara en féll nú í annað skiptið út úr bikarnum á tímabilinu því hún var leikmaður Hamars þegar Hvergerðingar voru slegnir út úr bikarkeppninni fyrir áramót. Keflavík byrjaði leikinn mun betur og var 22-15 yfir eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn niður í þrjú stig í hálfeik þar sem Keflavík var 36-33 yfir. Haukakonur snéru leiknum við með frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 25-11 og komst í 58-47 fyrir lokaleikhlutann. Haukaliðið var þrettán stigum yfir, 66-53, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið setti smá spennu í leikinn með því að ná 8-0 spretti og minnka muninn í fimm stig, 66-61. Lokamínúturnar voru æsispenandi. Di'Amber Johnson minnkaði muninn í þrjú stig, 69-66, þegar 70 sekúndur voru eftir en Keflavík var þá búið að ná 13-3 spretti. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé og endurstillti sínar stelpur sem kláruðu leikinn.Keflavík-Haukar 66-76 (22-15, 14-18, 11-25, 19-18)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/6 fráköst, Di'Amber Johnson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 1.Haukar: Lele Hardy 26/29 fráköst/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/7 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira