Vantar enn aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti Haraldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2014 09:03 Rannsókn MAST leiddi á sínum tíma í ljós að nautabökur Gæðakokka í Borgarnesi innihéldu ekkert kjöt. Vísir/Stefán Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur ekki fengið aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti þrátt fyrir ýmis þekkt og alvarleg dæmi um að eftirliti sé ábótavant. Starfsmönnum sem sinna eftirlitinu hefur því ekki fjölgað en þeim hefur aftur á móti verið sagt að fylgjast betur með því hvaða hráefni fara í matvælaframleiðslu hér á landi. „Í úttektum í matvælafyrirtækjum þá er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn kanni hráefni sem eru notuð við framleiðsluna og hvort þau séu viðurkennd til matvælavinnslu. Og það hefur verið skerpt á því að eftirlitsmennirnir fylgist með þessu í úttektum sínum,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendasviðs MAST. Hann segir innköllunum stofnunarinnar á matvælum sem geta verið hættuleg ekki hafa fjölgað. Spurður hvort Matvælastofnun þurfi ekki aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti betur svarar Sigurður: „Það eru mörg verkefni sem við vildum gjarnan sinna sem við höfum ekki tök á vegna fjárskorts.“ Starfsmenn MAST hafa á síðustu árum komið upp um alvarleg mál við matvælaeftirlit. Í janúar 2012 kom í ljós að mörg af stærstu matvælafyrirtækjum landsins höfðu til fjölda ára notað iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og í fyrra var fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi uppvíst að því að framleiða nautakjötsbökur sem innihéldu ekkert kjöt. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem starfar undir yfirumsjón MAST, bannaði fyrr í þessum mánuði sölu á hvalabjór Brugghúss Steðja í Borgarfirði. Ástæðan var sú að bjórinn inniheldur hvalmjöl sem óheimilt er að nota til manneldis. Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, yfirmaður ráðuneytisins sem fer með opinbert matvælaeftirlit á Íslandi, heimilaði sölu og dreifingu á bjórnum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust um fimmtán hundruð lítrar af bjórnum fyrstu fjóra dagana eftir að hann fór í sölu. Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu í gær að horft hefði verið til ákveðinnar lagaóvissu þegar ákvörðunin um að leyfa sölu á bjórnum var tekin og „eins að það sé eðlilegt að stjórnsýslan beiti ákveðnu meðalhófi í sínum aðgerðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson Taldi opinbera aðila geta gert beturSigurður Ingi Jóhannsson var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þann 28. febrúar 2013. Þar ræddi hann kjötbökumálið í Borgarnesi og sagði nauðsynlegt að herða matvælaeftirlit. „Ég fullyrði að framleiðendur matvæla geti gert betur og eigi að gera betur og ég fullyrði líka að opinberir eftirlitsaðilar eigi að geta gert betur við núverandi kerfi og eigi að gera betur.“ Sigurður var aftur í viðtali í sama útvarpsþætti þann 19. ágúst 2013, tæpu hálfu ári síðar. Þá sagði hann: „Þá er rétt að ítreka það að matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi og þannig er til að mynda tíðni matarsýkinga lægst hérlendis af samanburðarlöndum.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira