Eli hélt að Peyton Manning væri búinn eftir fyrstu aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 22:30 Eli Manning og Peyton Manning hafa báðir unnið titilinn. Vísir/NordicPhotos/Getty Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira