Eli hélt að Peyton Manning væri búinn eftir fyrstu aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 22:30 Eli Manning og Peyton Manning hafa báðir unnið titilinn. Vísir/NordicPhotos/Getty Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira