Seahawks-liðið fékk óvenjulegan stuðning í háloftunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 23:30 Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014 NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014
NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira