Tugir mótmæltu olíuleit Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. janúar 2014 16:18 MYND/ÁRNI FINNSON Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar. Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira
Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar.
Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira